Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 46
44
ÚRVAL
ljónshjarta, Englandskonungur,
batt enda á umsátina með því
snjallræði að kasta þúsund bý-
kúpum inn í kastalann. Serkir
fylltust skelfingu og flýðu í
kjallara sína. Á meðan gátu
vígvélar Ríkarðar brotið niður
borgarhliðin, mótspyrnulaust,
og hertekið borgina.
Blekkingar í hernaði hafa
verið mjög afdrifaríkar fyrir
sögu Bandaríkjanna. Á að-
fangadagskvöld, árið 1776,
skildi Georg Washington eftir
fámenna sveit í herbúðum sín-
um, og skipaði svo fyrir, að þeir
skyldu hafa um hönd alls konar
gleðskap, sem mikið bæri á. Á
meðan ferjaði hann meginher-
inn yfir Delawareána, og kom
hinu þýzka málaliði alveg á
óvart.
Árið 1866, þegar Mexikó var
að reka Maximilian keisara af
höndum sér, var þreytt og fá-
liðuð sveit, undir stjórn Porfirio
Diaz, sem síðar varð forseti í
Mexiko, innikróuð af öflugu
frönsku liði, undir stjórn Baza-
ines marskálks, og virtist ekki
undankomu auðið. Diaz skipaði
mönnum sínum að rífa hrís,
binda það í knippi og draga þau
eftir rykugum veginum. Þegar
Frakkar sáu rykskýið, sem þyrl-
aðist upp, álitu þeir, að öflugt
lið væri að nálgast. Bazaine
stöðvaði lið sitt til að skipu-
leggja það betur, en á meðan
slapp Diaz undan með sitt lið og
sameinaðist öðrum mexikönsk-
um herflokkum, sem síðar unnu
frægan sigur.
Það varð hlutverk Vilhjálms
Stiebers, yfirmanns leyniþjón-
ustu Bismarks, að skapa
,,Trjóuhest“ nútímans, sem nú
gengur undir nafninu „Fimmta
herdeildin". Stieber átti, með
moldvörpustarfi sínu, litlu minni
þátt í hinum algera ósigri
Frakklands og stofnun þýzka
keisaraveldisins, en Bismark og
herforingjar hans. Fransk-
þýzki ófriðurinn var skipulagð-
ur mörgum árum fyrir fram.
Njósnarar Stiebers voru á
hverju strái um allt Frakkland,
bændur meðfram herflutninga-
leiðum, veitingastúlkur í her-
mannakrám, vinnukonur á
heimilum foringjanna, þýzkir
uppgjafa undirforingjar í ýms-
um hentugum störfum, samtals
um 40.000 manns. Þar að auki
mútaði hann dagblöðunum í
París til að prédika frið og upp-
gjafaranda.
Þegar Bismark hóf hernaðar-
aðgerðir, tóku útsendarar Stie-