Úrval - 01.02.1943, Side 2
BRÉF FRÁ LESENDUM
l-l LUTVERIt tTRVALS. Um
1 1 það skrifar J. Á. á þessa
leið: „... Pjölbreytnin er, eins
og ég gat um áður, einn af meg-
inn kostum Úrvals. En það er
annað, sem vert er að hafa í
huga í þessu sambandi. Þýtt
efni í íslenzkum timaritum hefir
til þessa verið, fremur fábreytt
og einhæft. Það, sem Urvali ber
því einkum að hafa í huga við
val á efni er, að fylla upp í þau
mörgu skörð, sem þar eru, og
fræða þannig íslenzka lesendur
um það, sem þeir til þessa hafa
ekki átt kost á að kynnast. Ætti
þetta ekki að þurfa að koma
niður á fjölbreytni þess, þvi að
nógu er úr að velja. ...“
Reykjavik skrifar:.....
'* Þá er að minnast á
efnið. Að sjálfsögðu er bezt að
hafa það sem fjölbreyttast, en
þó er það svo um mig og liklega
fleiri, að ein tegimd greina er
gimilegri tii fróðleiks en önnur.
Mér finnst til dæmis greinamar
um baráttu vísindanna við sjúk-
dóma merkilegastar og skemmti-
legar, svo sem greinarnar um
magasár, botnlangabólgu o. fl.
Einnig greinar, sem fjalla um
ýms mannleg vandamál, svo sem
„Viljið þér hætta að reykja?",
„Bömin, sem við dekrum við" og
„Matreiðsla og matarspilling".
Greinin „Limlestur" finnst mér
mjög átakanleg, en hins vegar
mjög þörf áminning, einmitt nú
á þessum síðustu og mestu slysa-
tímum ...“
A fi/l Akureyri, skrifar:
iVl* „ ... Um bækumar,
sem þið hafíð birt, er það að
segja, að þær eru ágætar á sína
vísu. En væri ekki hægt að finna
einhverja bók, sem ekki snýst
öll um stríðið ? Það er skiljan-
legt, að stríðið fylli hugi þeirra
þjóða, sem eiga aila framtíð sína
undir úrslitum þess. En er stríðs-
áhugi okkar Islendinga meiri en
svo, að honum verði ekki full-
nægt með stríðsefni dagblað-
anna? Ég held ekki. Góð ferða-
saga, lands- eða þjóðarlýsing,
eða annar svipaður fróðleikur,
mundi verða vel þeginn „bækl-
ingur“ í Úrvali ...".
ÚRVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson. Afgreiðsla og ritstjórn Kirkjustræti 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út fjórum sinnum á ári. Verð kr.
7,00 hvert hefti. Utanáskrift timaritsins er: Urval, pósthólf 365
Reykjavík. — Sent til áskrifenda út um allt land gegn póstkröfu.
Prentað í Steindórsprenti h.f.