Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
hernaðarlega þekkingu, fékk
hann Miranda herforingja til að
snúa heim aftur.
Hinn 3. júlí 1811 hrópaði Boli-
var orðið: ,,Frelsi!“ Það var í
fyrsta sinn, sem þetta orð var
sagt opinberlega í landinu. Hann
krafðist algers sjálfstæðis af
Spánverjum. — Ættjarðarástin
blossaði upp í Caracas, og þing
föðurlandsvina lýsti yfir sjálf-
stæði Venezuela.
Teningunum var kastað. Mir-
anda reyndi að skapa her úr
sundurleitum hópum erfiðis-
manna, og ungra aðalsmanna,
er litu á sig sem fyrirliða. Þetta
var erfitt verk, sem mistókst að
lokum. Það, sem meðal annars
studdi að óförum hans, var
jarðskjálfti mikill, sem eyðilagði
mestan hluta hers hans og
birgða. Bolivar, sem reyndi að
telja kjark í hið yfirbugaða lið,
hrópaði yfir rústum höfuðborg-
arinnar: „Þótt náttúruöflin sjálf
gangi í lið með kúgurunum,
munum við einnig berjast gegn
þeim og knýja þau til hlýðni!“
En bardagavanar, spænskar
hersveitir sigruðu sjálfboðaliða
Venezuelumanna og tóku Cara-
cas. Brátt var fyrsta lýðveldið
úr sögunni. Miranda var fluttur
um borð í spænskt skip, er sigldi
til Cadiz, þar sem hann lét lífið
í fangelsi. Simon Bolivar var fé-
laus útlagi á eyjunni Curagao,
sem þá tilheyrði Englandi. Eng-
inn, tiema mikill hugsjónamað-
ur, myndi hafa eygt neina von.
Allar eigur Bolivars — jarðir,
búpeningur og húseignir í borg-
unum — allt var tapað og upp-
tækt gert af Spánverjum. Hann
varð að betla, til þess að afla
sér viðurværis. En eftir nokkrar
vikur tókst honum að flýja til
nýlendunnar Nýja Granada (Col-
ombia), þar sem setulið föður-
landsvina hafði dálitla strand-
ræmu á valdi sínu. Þar var hann
gerður að foringja yfir 200
manna sveit — svertingjum,
rauðskinnum og kynblending-
um. —
1 fyrstu lotu átakanna hafði
Bolivar orðið margs vísari um
það, hvernig bezt væri að heyja
stríðið gegn Spánverjum. Hann
hafði tekið þátt í bardögum og
getið sér góðan orðstír. Aðfara-
nótt hins 21. desember 1812
réðst hann með skyndiáhlaupi á
spænska setuliðið í Tenerife,
gjörsigraði það og náði her-
gagnabirgðum þess. Næstu nótt
réðst hann á Mompox og sundr-
aði spænsku liðsveitunum þar.
Á sex dögum háði hann sex or-