Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 90
88
TJRVAL
sem fundið hefir verið upp síð-
an smásjáin varð til. Því að eins
og kunnugt er setjast sum efni
nær einungis að á vissum stöð-
um í líkamanum. Ef manni er
gefinn inn joðupplausn, verður
joðmagnið, sem safnast fyrir í
skjaldkirtlinum 5000 sinnum
meira en í öðrum vefum líkam-
ans. Við tilraunir, sem gerðar
hafa verið með að gefa dýrum
inn geislamagnað joð, hafa kom-
ið fram áhrifamiklar breyting-
ar á skjaldkirtlinum, án þess að
aðra vefi líkamans hafi sakað.
Þessi aðferð felur í sér geysi-
lega möguleika. Til er sjúkdóm-
ur, sem veldur óeðlilegum vexti
blóðkornanna. Alvarlegustu til-
fellin eru banvæn. Tilraunir
hafa sýnt, að geislamagnaður
fosfór hefir tilhneigingu til að
safnast í hina sjúku vefi. Með
því að gefa sjúklingum inn
geislamagnaðan fosfór hefir
tekizt að draga mjög úr áhrif-
um sjúkdómsins.
Þess ber þó að geta, að allar
þessar aðgerðir eru mjög á til-
raunastigi og er því ekki að
vænta, að þær séu almennt
komnar í notkun.
Önnur aðferð felur einnig í
sér mikla möguleika. Þegar
hraðinn á neindunum, sem not-
aðar eru við skothríðina í cyclo-
troninum, er minnkaður með því
til dæmis að láta þær fara í
gegnum þunna parafínplötu,
hafa þær þau áhrif á frumefnið
boron — sem er mjög almennt
notað, t. d. í borax — að kjarni
þess sameinast einni af hinum
,,hægfara“ neindum og spring-
ur. Við það myndast tvær frum-
eindir, ein alfa (radium) frum-
eind og ein litium-frumeind, sem
fara hvor í sína áttina. Þessar
frumeindir hafa báðar mjög
eyðileggjandi áhrif á lifandi
vefi. Vísindamenn eru nú að
gera tilraunir til að sameina
boron einhverju því efni, sem
safnast fyrir í sjúkum vefjum.
Ef það tækist, væri hægt að
skjóta á boronið með hægfara
neindum og eyða þannig hinum
sjúku vefjum.
Til eru nú mjög næm mæli-
tæki til að finna, hvort efni er
geislamagnað eða ekki. Ef mað-
ur tekur inn geislamagnað efni
og heldur á slíku mælitæki í
hendinni, sýnir mælitækið innan
fárra mínútna, að efnið er kom-
ið fram í fingurgóma, en þang-
að hefir það borizt með blóðinu.
Vísindamenn hafa þannig
fundið með geislamögnuðu
járni, að ef kú er gefið járn, er