Úrval - 01.02.1943, Page 44
42
ÚRVAL
sem dr. Richard C. Cabot frá
Harvard hafði lýst í einni bók
sinni árið 1914. Þar gerði dr.
Cabot grein fyrir krossupp-
drættinum. Með starfi er átt við
venjulegt lífsstarf hvers eins,
með skemmtun hvern hollan
leik. Ást jafngildir hér hjóna-
bandsfarsæld og dýrkun táknar
lotningu fyrir því, sem er mann-
inum æðra. I hamingjusömu lífi
eru allir fjórir armarnir jafnir
að lengd. Ef einn eða fleiri eru
styttri en hinir, verður niður-
staðan óánægja í lífinu, en hún
er tíður undanfari þreytu. Hjá
kaupsýslumanni geta armar
starfs og ástar lengst um of á
kostnað hinna tveggja. Hjá öðr-
um kann að verða of mikil
skemmtun, en of lítið starf. Hjá
piparmey verða máske aririar
starfs og dýrkunar of langir,
en armar skemmtunar og ástar
of stuttir.
Við lækninguna á taugasleni
er sjúklingurinn spurður út úr
um daglegar athafnir sínar.
Síðan er kross hans sýndur hon-
um og útskýrður. Af þessu
sannfærist hann um, að vefræn-
ar skemmdir liggi ekki til grund-
vallar sjúkdómi hans. Það sann-
ar honum, að hann verði að ná
betra jafnvægi í skiftingu tíma
síns. Venjulega átta sjúkling-
arnir sig fljótlega á hugmynd-
inni, og dr. Kepler greinir svo
frá, að aðferðin hafi fært mörg-
um sjúklingum meinabót og létt
áhyggjum margra, með því að
sannfæra þá um að þeir væru
ekki líkamlega veilir, jafnvel þó
að þeim tækist ekki að endur-
skipuleggja tíma sinn eins og
æskilegt hefði verið.
♦ ♦♦