Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 65
DRAUMURINN ER VERNDARI SVEFNSINS
63
ur draumur geti farið fram á
örfáum sekúndum. Aðrir telja,
að draumhraðinn fari eftir
dreymandanum. Dr. A. S. Play-
fair segir: „Hafir þú fjörugt
ímyndunarafl, krefst draumur
þinn tiltölulega skamms tíma.
En sé um hægfara, rökfastan
hugsuð að ræða, tekur draum-
ur hans lengri tíma.“
Vér höfum enga sjálfráða
stjórn á því, hvað oss dreymir.
Ef einhver skyldi efast um það,
getur hann reynt að einsetja
sér að dreyma vissan draum og
vakna, ef draumurinn fer ekki
eftir ætlun hans. Hann mun í
báðum atriðum verða fyrir von-
brigðum.
Vér getum- því á engan hátt
borið ábyrgð á því, sem oss
dreymir. Hjartahreint fólk, sem
hryggist af holdlegu, „syndsam-
legu“ innihaldi drauma sinna,
getur huggað sig við, að jafn-
vel hinn heilagi Ágústínus þakk-
aði guði fyrir að þurfa ekki að
bera ábyrgð á því, sem hann
gerði í draumi. Minna má og á,
að Plató sagði, að dyggðugur
maður léti sér nægja að fremja
í draumi það, sem vondur mað-
ur gerði í veruleikanum.
Þegar svefntruflandi áhrifin
eru sterkari en svo, að draum-
urinn fái haldið þeim í skefj-
um, verður hann ofsafenginn.
Dreymandinn vaknar með hjart-
slætti, baðaður í svita. Læknar
telja, að orsökin að slíkri mar-
tröð geti verið margvísleg. Hún
geti orsakast af meltingartrufl-
un, óeðlilegum geðshræringum
eða af því, að óþægilega fari um
hinn sofandi mann. Sumir fá
martröð við að liggja á bakinu
með þunga sæng eða ábreiðu
ofan á sér.
Geðlæknar hagnýta sér
drauma sjúklinga sinna til að
rekja sig áfram gegn um duld-
ar, niðurgrafnar minningar til
róta sjúkdómsins. Af draumn-
urn ráða þeir í þær hugsanir,
sem á bak við hann liggja. Slík
draumgreining er flókið og erfitt
verk, sem aðeins sérfræðingum
er treystandi til, en leikmönnum
meira og minna óskiljanlegt.
Venjulega eru draumarnir
eðlilegt starf, líkt og öndun,
svefn og næring. Einhver lækn-
ir hefir sagt: „Hvað sem þig
hefir dreymt og hvernig sem þú
bregst við drauminum í vöku,
þá hirtu aðeins um það eitt,
hvernig þú hefir sofið. Hafir þú
sofið vel, þá hefir draumurinn
gert sitt gagn og þú skalt
gleyma honum.“