Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 124
122
ÚRVAL
atriðum innan- og utanríkis-
málastefnuna.
Saga síðari tíma hefir leitt í
ljós, að hann var skyggn á
óorðna atburði. Hann sagði
fyrir um gengi sérhvers ríkis í
vesturálfu 100 ár fram í tím-
ann. Hann var þess hvetjandi,
að Panamaskurðurinn yrði graf-
inn og spáði sameiningu ame-
ríska lýðvelda í eina heild, er
stæði sem bylgjubrjótur gegn
hrörnandi skipulagi gamla
heimsins. Hann gerði jafnvel
tilraun til að mynda slíkt sam-
band og bauð öllum þjóðum
Ameríku að senda fulltrúa á
þing í Panama. Þingið kom
saman, en ekkert varð úr frek-
ari aðgerðum í málinu. Bolivar
sá fyrir, að svo myndi fara. ,,En
sæðinu hefir verið sáð, og ein-
hverntíma mun það bera ávöxt,“
sagði hann.
*
Bolivar var gæddur þeim per-
sónuleika og því líkamlega at-
gervi, sem hefir svo mikla þýð-
ingu fyrir þjóðarleiðtoga. Með-
an á herferðum stóð, lét hann
eitt yfir sig og menn sína ganga;
þeir kölluðu hann „gamla járn-
karlinn“ og dáðu hann mjög. En
hann hafði einnig ánægju af
hljómlist og dansi, og tók allt-
af þátt í dansskemmtunum
fólksins.
Einn félaga hans lýsti honum
með þessum orðum: Hann er á
stöðugri hreyfingu. Sé hann á
gangi eftir skógargötu, fer hann
hratt, hleypur, reynir að kom-
ast fram úr samfylgdarmönnum
sínum. Hann sveiflast ákaft í
hengirúmi sínu, syngur, ber ótt
á og þylur frönsk kvæði. Stund-
um er hann hávær og óþveginn
í orðum meðal vina sinna. En
bætist ókunnur maður í hópinn,
verður hann rólegur, kurteis,
virðulegur og röggsamur.”
Það, sem Bolivar var gæddur
í ríkustum mæli var lundarein-
kenni, er Spánverjar nefna
hombría — máttur til yfirráða
vegna skapgerðarfestu einnar
saman. Kraftur, sem líktist raf-
straum, geislaði út frá honum
og snerti alla, er voru í návist
hans. Eitt sinn, meðan stóð
á vopnahléssamningum, hitti
hann spænska foringjann Mor-
illo. Mót þeirra varð orusta gáfu-
og hæfileikamanna — sálrænt
einvígi. Bolivar bar auðveldlega
hærra hlut, Morillo lét af her-
stjórn og hvarf heim til Spánar.
Herforinginn Francisco San-
tander, er var maður vel mennt-
aður og skapfastur, sagði: