Úrval - 01.02.1943, Síða 34
32
ÚRVAL
heilsu eftir 23 vikna dvöl á
sjúkrahúsi, en seinna lét hann
lífið í Ástralíu. — Honum skrik-
aði fótur á bananahýði.
George Stathakis hét sérvitr-
ingur, sem fór niður fossana í
trétunnu. Hann var 15 kl.st. í
tunnunni, áður en hún náðist og
var látinn, þegar hún var opnuð.
Jean Laussier fór síðastur
þeirra, sem af lifðu, yfir djúpið
árið 1928. Hann notaði gúmmí-
knött, 11 fet að þvermáli, og var
stálgrind innan í honum. Laus-
sier lét binda sig rammlega með
ólum í grindina og hafði með
sér súrefni til 40 klst. 50 mín-
útum eftir að hann lagði af stað
skaut honum upp, og var hann
aðeins lítið eitt meiddur.
Sögunum af ofurhögum Nia-
gara er nú að öllum líkindum
lokið, því nú banna lögin öll slík
gálaus ævintýri.
J FORDYRI ráðhússins í Stokkhólmi eru nokkur útskot og
standa í þeim myndastyttur af mönnum, sem átt höfðu þátt
í byggingu hússins — ekki meðlimum bygginganefndarinnar eða
verzlunarráðsins, heldur þeim mönnum, sem raunverulega
reistu húsið. Ein þeirra er af manninum, sem lagði fyrsta múr-
steininn; önnur af þeim, sem vann flesta daga við bygginguna;
sú þriðja af þeim, sem skaraði fram úr í málmsmíði. Atkvæða-
greiðsla á meðal allra þeirra, sem unnu að byggingunni skar
úr um það, hverjir væru þess verðir, að reistar væri af þeim
styttur í fordyri ráðhússins.
Fred C. Keily í „Readers pigest",
☆
Próíessor Albert Einstein segir þessa sögu, sem gerðist í mál-
fundafélagi nokkru, þar sem afstæðiskenningin bar á góma:
Einn félagsmanna tók til máls og fór að útskýra hina frægu
kenningu. Hann talaði í meira en klukkustund og ræða hans
varð æ flóknari og óskiljanlegri. Að lokum lauk hann máli sínu
og annar félagsmaður stóð upp úr sæti sínu og sagði:
„Eftir að hafa hlustað á ræðu yðar, er ég sannfærðui' um, að
þér standið sjálfum dr. Einstein framar í hans eigin fræðigrein.
Það er sagt, að aðeins 12 menn í öllum heiminum skilji Einstein
En e n g i n n skilur hvað þér eruð að fara.“