Úrval - 01.02.1943, Síða 28
26
ÚRVAL
kann, að mínu áliti, að vera or-
sök krabbameins."
Á rannsóknarstöð Spertis og
sjúkrahúsum þeim, sem eru í
sambandi við hana er þessum
tilraunum haldið áfram sleitu-
laust, ef takast mætti að nota
biodyn til að kippa þessu óeðli-
lega ástandi frumanna í samt
lag.
En Sperti sá, að biodynhor-
mónarnir mundu geta verið til
fleiri hluta nytsamlegir. Aug-
ljóst var, að biodyn það, sem
örfar vöxt og skiptingu frum-
anna mundi vera þýðingarmikill
þáttu í græðingu brunasára, þar
sem þörf er á skjótri myndun
nýrra vefja á stórum svæðum.
Með því að vinna vaxtarbiodyn
úr særðum dýralifrum og önd-
unarbiodyn úr særðum gerfrum-
um, og nota feiti, sem mýkjandi
bindiefni, tókst aðstoðarmönn-
um Spertis að búa til bruna-
smyrsl þau, sem áður um getur.
En hvers vegna þau eyða öllum
sársauka, þó að engin deyfandi
efni séu í þeim, er enn ókunn-
ugt.
Starfsmenn Spertis hafa upp-
götvað annað eftirtektarvert
atriði í sambandi við biodyn. I
heilbrigðu hörundi er öndunar-
starfsemi frumanna meiri en í
öðrum frumum líkamans. En
eftir því, sem óhreinindi, skort-
ur á sólarljósi, aldur o. fl. lam-
ar húðöndunina, missir hörund-
ið ferskleik sinn og fegurð. Til-
raunir hafa leitt í ljós, að notk-
un fegurðarlyfja hindrar eðli-
lega húðöndun. Ekki er þó
ástæða til fyrir kvenþjóðina að
kasta frá sér öllu slíku, því að
þessi skaðlegu áhrif má upp-
hef ja með því að setja öndunar-
biodyn saman við andlitskremið.
Krabbamein, brunasár og
hörundsfegurð sýnast ekki
skyld viðfangsefni, en rann-
sóknir vísindamanna geta borið
þá út á hinar ólíklegustu
brautir.
CV5^C>0
Þegar tíminn virðist standa kyrr.
Eitt af því óþægilegasta, sem hent getur fyrirlesara er, þegar
áheyrendum verður tíðförult í vasa sína til að líta á úrið. Ég
spurði John Erskine einu sinni, hvort honum finndist ekki ónota-
legt, þegar slíkt kæmi fyrir.
„Nei,“ sagði hann, „ekki fyrr en þeir fara að hrista þau.“
Frank Crowninshield í „Vogue".