Úrval - 01.02.1943, Side 31
OFURHUGAK NIAGAKA
29
og stól út á miðja línuna og
settist að snæðingi. Hann gekk
yfir gljúfrin að næturlagi við
birtu frá öflugum eimlestaljós-
um, sem slökkt voru, þegar
hann var kominn nokkuð á leið,
svo að hann varð að halda áfram
í myrkrinu. Hann fór þessa
hættulegu ferð með bundið fyrir
augun eða með körfur á fótun-
um. Tvisvar gekk hann aftur á
bak yfir, og hann fór jafnvel á
stiklum. Einu sinni lét hann
tóma flösku síga í bandi niður
í lítinn gufubát og dró hana fulla
upp aftur.
En mesta athygli vakti það
þó, þegar hann bar mann á bak-
inu yfir. Blondin lofaði hverjum
þeim álitlegri fjárupphæð, sem
þyrði að fara. Ýmsir gáfu sig
fram, en gáfust upp, þegar á
átti að herða. Að lokum ákvað
aðstoðarmaður hans, Harry
Colcord að nafni, að fara.
Áhorfendaf jöldinn hafði stöðugt
aukizt við sýningar Blondins, en
í þetta skipti náði mannfjöld-
inn hámarki. Tala áhorfenda
var áætluð þrjú hundruð
þúsund.
Blondin kom fram í skraut-
legum, nærskornum fimleikaföt-
um. Colcord, sem var í veizlu-
klæðum, fór upp á bak Blondins,
setti fæturna í ístöð og hélt sér
í ólar.
Við lúðraþyt lögðu þeir af
stað. Ofurhægt og varlega fikr-
aði Blondin sig áfram. Þegar
þeir höfðu farið 150 fet, varð
hann að hvíla sig og sagði Col-
cord fyrir, hvernig hann ætti að
láta sig síga niður. Colcord hafði
ekki gert ráð fyrir þessu og var
að því komið að hann léti hug-
fallast. Honum skildist þó, að
ef hann yrði ekki við tilmælum
Blondins, gæti það kostað líf
þeirra beggja. Hann hlýddi því
og ríghélt sér í mjaðmir Blond-
ins.
Eftir stutta stund sagði Blond-
in honum að fara aftur á bak
sér. Næst þegar þeir námu stað-
ar, hélt Blondin hatti sínum
beinum handlegg út frá sér. Á
þilfari litla gufubátsins stóð hin
fræga skammbyssuskytta John
Travis. Hann hleypti af byssu
sinni. Blondin athugaði hattinn
og gaf neikvætt merki. Travis
skaut aftur, en hitti ekki. í
þriðja skiptið veifaði Blondin
f jörlega hattinum — kúlan hafði
farið í gegnum hann.
Á miðri línunni, þar sem eng-
in hliðarstög studdu hana, brást
jafnvægisstöngin. Blondin tók
til fótanna. Þegar hann kom að