Úrval - 01.02.1943, Síða 75
STÆRÐARHLUTFÖLL I HEIMI DÝRANNA
73
in, að þær eru sjálfar færar um
að stjórna hreyfingum sínum og
hraða. Fyrsta skrefið er þvi að
vera það mikið stærri en mole-
kýlin, að olnbogaskot þeirra
hætti að valda óþægindum.
En jafnvel slíkar lífverur eru
aðeins sjáanlegar í smásjá. Með
aukinni stærð fæst líka aukinn
máttur og hraði, og er það
mikill kostur í lífsbaráttunni.
Þegar þyngdin er farin að
nema heilum grömmum, hefir
lífveran — að minnsta kosti sú,
sem vængjuð er — lagt undir
sig heiminn. Margir farfuglar,
sem ferðast árlega þúsundir
mílna, eru minna en tíu grömm.
Lífveran, sem lifir í vatni eða
sjó, þarf heldur ekki að verða
stór til að geta borið sig víða.
Hugsið ykkur álaseiðin, sem
fara yfir þvert Atlantshaf, og
laxaseiðin í stórfljótunum.
Áður en heilinn getur mynd-
azt, þarf lífveran að vera sam-
sett úr tugum þúsunda af frum-
um. Skynsemi rottunnar væri
óhugsanleg, ef hún hefði ekki
heila, sem er þyngri en býfluga.
Mannsheilin er stærri en heili
flestra annarra dýra merkur-
innar.
Maðurinn er í raun og veru
mjög stór lífsvera. Á þroska-
braut sinni margfaldar hann
þyngd sína þúsund milljón sinn-
um, og fullskapaður er hann
samsettur ur hundrað milljón
frumum. Hann er að stærð til
lítið eitt fyrir ofan meðallag
spendýra og sextugasti í röðinni
af hverjum hundrað í hópi
hryggdýranna.
C01$03
Á rangri hillu.
Skopleikarinn Victor Moore hóf leikstarfsemi sína í allskonar
glæpamannahlutverkum. 1 einu sliku hlutverki átti hann að
skjóta mann. Þá vildi það til eitt kvöldið, að byssan klikkaði.
Það fór að heyrast pískur frá áhorfendunum, en Moore dó ekki
r-áðalaus; hann dró upp hnif og rak andstæðing sinn í gegn —
en í sömu svifum heyrðist skot. Hjálpsamur meðleikari hafði
hleypt af bak við leiksviðið.
,,Upp frá því gerðist ég skopleikari,“ segir Moore.
jjUN HEFIR snúið i kringum sig fleiri karlmönnunt en vindu-
hurðin á Hótel Borg.