Úrval - 01.02.1943, Side 74
72
tjRVAL
falli við rúmtakið, því meiri
verður loftmótstaðan. Ef mús
er látin detta niður um djúp
námugöng, dregur loftmótstað-
an fljótlega úr aukningu fall-
hraðans, sem aðdráttaraflið
veldur, og þegar músin hefir
fallið um hundrað fet, verður
fallhraðinn jafn úr því, og hann
er ekki meiri en svo, að músin
sleppur ómeidd aðeins lítið eitt
dösuð, úr fallinu, hversu djúp,
sem göngin eru. Köttur mundi
á hinn bóginn drepast við slíkt
fall; maður mundi ekki aðeins
bíða bana, heldur og limlestast
hræðilega; og ef námuhestur
yrði fyrir slíku falli, mundi
myndast eftir hann djúpt far í
jörðina, og svo gjörsamlega
mundi hann sundrast, að eftir
sæust ekki nema nokkur beina-
brot og slettur á veggjunum.
Stærð yfirborðsins í hlutfalli
við rúmtakið er einnig þýðing-
armikið atriði í sambandi við
temprun hitans í blóðheitum dýr-
um. Því stærra sem yfirborðið
er, miðað við rúmtak, því meira
verður hitatapið. Þar eð hitinn
myndast við að fæðan brennur,
verður músin að borða miklu
meira í hlutfalli við þunga sinn
en til dæmis maðurinn, til þess
að viðhalda sama líkamshita.
Ástæðan til þess að börn þurfa
hlutfallslega meiri fæðu en full-
orðnir, er ekki einungis sú, að
þau eru að vaxa, heldur einnig
vegna þess, að hitatap þeirra er
tiltölulega meira. Ársgamalt
barn missir helmingi meiri hita
fyrir hvert pund, sem það vegur,
en maður, sem vegur 150 pund.
Þess vegna er það vafasamt, að
tilraunir til að herða börn gegn
kulda með því að láta þau
hlaupa um með bera leggi í
kalsaveðri séu heppilegar; hita-
þörf barnanna er meiri en for-
eldranna, en ekki minni.
Stórt dýr er aldrei aðeins
stækkuð útgáfa af smærra dýri.
Allir hafa tekið eftir, hve augun
í fílum eða hvölum eru tiltölu-
lega lítil. Til þess að skýr mynd
fáist í auga, má stærð þess ekki
vaxa nema að vissu marki; og
þegar þeirri stærð er náð, verða
gallarnir, sem fylgja frekari
stækkun, fleiri en kostirnir, á
sama hátt og það, að lítið vinnst
við að hafa ljósmyndavél mjög
stóra.
En víkjum nú aftur að kost-
um þeim og göllum, sem fylgja
stærðinni. Það er ekki fyrr en
lífveran hefir náð þeirri stærð,
að óþægindi af árekstrum við
molekýl umhverfisins, eru horf-