Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 20
Japanskur blaðamaður Iýsir með skarpri sjálfsgagnrýni,
hvemig þjóð hans hefir búið sjálfri sér
Grimm forlög.
Úr bókinni „Year of the Wild Boar“,
eftir Heien Mears.
UEGAR við tókum að not-
færa okkur vestræn iðn-
aðar- og fjármálakerfi, stofn-
anir og starfsaðferðir, fluttum
við inn í landið nýja menningu.
Með hjálp þessarrar menningar
tókst okkur á fimmtíu árum að
komast í röð fremstu stórvelda
heimsins, en jafnframt ógnar
hún nú hinni fornu þjóðmenn-
ingu okkar og án hennar getur
þjóðin ekki lifað.
Vegna skorts á landrými og
fjármagni, höfum við ekki ráð
á að veita okkur þau lífsþæg-
indi og það frelsi, sem hin vest-
rænu lýðveldi hafa skapað sér.
Það er ómögulegt fyrir okkur
hér á þessum litlu eyjum, að
setja á stofn menningu, sem
gerir kröfur til landrýmis, efna-
legrar velmegunar og einstakl-
ingsfrelsis.
Þegar bezt lætur, getum við
að eins skapað falska eftirlík-
ingu af vestrænnimenningu,sem
útrýmir okkar eigin siðum og
verðmætum og skapar óánægju
og misrétti. Við gætum auðvitað
bætt ástandið með því að hækka
laun verkamanna og borga
bændum meira fyrir hrísgrjón-
in. En til þess að þetta megi
takast, verðum við annað hvort
að hækka útflutningsvörur okk-
ar í verði eða hætta að víg-
búast.
Ef við hækkum vöruverðið,
missum við markaðina og bíður
okkar þá ekki annað en hungur.
Ef við hættum að vígbúast, er
úti um okkur sem stórveldi og
er þá hætt við, að fljótlega yrði
einnig úti um okkur sem frjálsa
og óháða þjóð.
Tilveru okkar og gengi eigum
við því að þakka, að hernaðar-
afrek okkar hafa verið í sam-
ræmi við þarfir Vesturveldanna
fyrir valdajafnvægi. Ef við
missum þessa aðstöðu, ef við
hættum að geta varið okkur,