Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 59
EINVlGIÐ
57
hægri handar höggi Clears, og
er höggið reið á hleypur hann
undir höggið og ég sé Clear
slöngvast yfir bak Japanans og
fljúga gegnum loftið og lenda
á höfuðið á hart trégólfið. Hann
reis ekki á fætur en lá hreyf-
ingarlaus á bakinu. Áhorfend-
urnir ráku upp ógurlegt öskur.
Hrifinn af afreki sínu hljóp
Kitamura í Ioft upp og sló á
læri sér af sigurgleði. Einhver
taldi: „Ichi! Ni! Sen! — einn
... tveir . .. þrír ... Ég leit á
úrið. Lotan hafði staðið í meira
en 5 mínútur. Ég óð að tíma-
verðinum og beindi athygli hans
að úrinu. Bjallan hringdi, en
Clear heyrði alls ekki til henn-
ar og gekk ég því fram á gólfið
og tók að stumra yfir honum.
Hann opnaði að lokum augun
og leit í fyrstu undrandi í kring-
um sig. Ég beygði mig nær hon-
um, fullur blygðunar frammi
fyrir þessum æpandi, gulleita
skríl.
„Heldurðu, að þú getir haldið
áfram.“
„Það er f ja.ndi lítil uppörvun í
svona spurningu," var svarið.
Þegar hann var risinn á fætur
með hjálp minni sá ég, að hann
var fölur. Af hverju sá fölvi
stafaði gat ég ekki ráðið af svip
hans. Hann hlaut að hafa
meiðst — hann var einnig reið-
ur Kitamura, sjálfum sér og
mér. Ósjálfrátt brosti ég, þegar
hann leit á mig. Ég skildi fyrst
nú, að það var Ameríkumaður
með írskt blóð í æðum, sem stóð
frammi fyrir mér. I bænarrómi
hrutu af vörum mér orð í þá
átt að hann héldi sér frá Kita-
mura dálitla stund.
„Japanir reyna alltaf áftur
það, sem heppnast einu sinni.“
Bjallan hringdi að nýju.
Kitamura læddist fram úr
hring sínum, eins og hungrað
rándýr og sló við og við á læri
sér. Nú óttaðist hann hvergi
óvin sinn. Hann heldur áfram
fast að Clear, en svo snýr hann
baki við honum og gengur
skellihlæjandi frá honum.
Áhorfendurnir öskruðu.
„Baka no yo na,“ hvæsti
Clear.
Við það að vera kallaður fífl,
snarsnéri Kitamura með heift-
arsvip móti Clear. Hann sló
Clear ofan við augun með
snöggri sveiflu vinstri handar.
Fagnaðarbylgja fór um salinn.
Kitamura gerðist nærgöngull.
Hann undirbjó það viðbragð,
sem átti að færa honum sigur
en hinum — dauða.