Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 13
ÞEGAR ÞÝZKA FLOTANUM VAR SÖKKT
11
um Þjóðverja. Hann gaf þegar
skipun um, að merkið skyldi
gefið. —
Ljósar toppveifur blöktu í
sólskininu, foringjar á öllum
skipunum opnuðu tafarlaust
botnlokana og menn fóru að
fara frá borði. Hópur skóla-
barna, er var á skemmtisnekkju,
sem sigldi fram hjá, sá þessar
aðfarir, en vissi ekki, hvað var
á seyði. Málari nokkur frá Lon-
don, sem var um borð í einu
gæzluskipanna, var fyrstur til
þess að gefa viðvörunarmerki.
Hann var að teikna mynd af
„Kaiser Friedrich der Grosze“.
Um hádegisbilið tók hann eftir
því, að skipið var tekið að
sökkva, bátarnir voru settir út
og orustuveifa dregin að hún.
Loftskeyti voru send til
brezka flotans. Áhafnir togar-
anna reyndu að knýja þýzku
sjóliðana til þess að loka botn-
lokunum. Riffilskot kváðu við,
og þrettán Þjóðverjar féllu, en
nokkrir tugir særðust. Bretum
tókst að renna nokkrum tundur-
spillum á land, en gátu lítið átt
við stærri skipin.
Stuttu eftir hádegi hvolfdi
„Kaiser Friedrich der Grosze“
og sökk. Fimmtán skip að auki
voru sokkin, þegar brezki flot-
inn kom á vettvang kl. hálf þrjú.
Bretar gátu aðeins rennt fjór-
um skipum á land í viðbót. Um
kvöldið lá þýzki flotinn — 2000
milljóna króna virði — á hafs-
botni.
Árið 1924 fór félag eitt í
London að reyna að ná skip-
unum upp, og 1926 hafði öllum
tundurspillunum verið lyft.
Síðan hafa stærri skipin einnig
náðst upp, að undanteknum
átta, sem ekki hefir tekizt að
bjarga ennþá.
Brotajárn úr þýzka flotanum
var notað í stórskipin Queen
Mary og Queen Elisabeth.
Einnig hefir nokkuð gengið til
endurvígbúnaðar Breta, og áður
en eftirspurnin var orðin mjög
mikil heima fyrir, var jafnvel
nokkuð af því selt til Þýzka-
lands.