Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
Þeim læknum, sem kynnu að
hafa áhuga á að gera tilraunir
með þessi smyrsl, var gefinn
kostur á að fá þau, því að Sperti
læknir var sjálfur að fást við
krabbameinsrannsóknir, en ekki
brunasár. Tíðindin frá Chicago
voru aðeins upphaf af fleiri
sömu tegundar. Walsh læknir
hefir notað smyrslin með góð-
um árangri í hundrað tilfellum.
Vafalaust er frekari tíðinda að
vænta af þessum smyrslum í ná-
inni framtíð.
í þessum töfrasmýrslum er
mikið af svonefndum „biodyn-
um“, en það eru hormónar, sem
stjórna vexti frumanna. Menn
hafði lengi grunað, að slíkir
hormónar væru til og nú hefir
Sperti lækni og aðstoðarmönn-
um hans tekizt að sanna tilveru
þeirra. Það eru skaddaðar frum-
ur, sem gefa frá sér þessa hor-
móna, og örfa þeir vöxt, öndun
og skiptingu annarra fruma.
Með þessari uppgötvun hefir
vísindamönnum loksins tekizt
að fá skýringu á því, hvers
vegna nýir vefir myndast og sár
gróa. Enn þýðingarmeira atriði
í þessu sambandi er þó, að bio-
dyn-hormónarnir geta ef til vill
gefið skýringu á hinum dular-
fullu orsökum krabbameins.
Frumurnar eru þær eindir,
sem allir lifandi vefir eru gerðir
úr. Þær sjást ekki nema í smá-
sjá. Hver fruma starfar á líkan
hátt og líffæri það, sem hún er
hluti af: Hún andar, eyðir orku,
vex, margfaldast við skiptingu
og lifir í sátt og samlyndi við
nágrannafrumur sínar. En
stundum taka einstakar frumur
upp á því að eyða orku og vaxa
óeðlilega, og berst þetta óeðli til
næstu fruma í kring. Fyrirbrigði
þetta er það, sem kallað er
krabbamein. Nú, þegar tekizt
hefir að einangra hormóna þá,
sem stjórna vexti frumanna,
má gera sér von um að takast
megi að koma í veg fyrir eða
lækna krabbamein.
Við krabbameinsrannsóknirn-
ar beindist athygli Sperti læknis
fyrst að einum þætti í eðli frum-
anna, sem mönnum hafði ekki
tekizt að skýra til fulls. Þegar
lifandi vefur særist, taka frum-
urnar í kringum hinn særða
blett að aukast og margfaldast
miklu örar en við venjulegar
kringumstæður. Þessi öri vöxt-
ur heldur áfram, þangað til búið
er að fylla upp skarð það, sem
skemmdin olli, en þá verður
vaxtarhraðinn aftur eðlilegur.
Bersýnilegt er, að eitthvert efni