Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 62
60
ÚRVAL
orðið taka flestir læknar hana
sem góða og gilda vöru.
Svefn er jafn nauðsynlegur
líkamanum sem matur og
drykkur. I svefninum hlaða
líkamsfrumurnar sjálfar sig
orkuforða til starfsins næsta
dag. Sú orkusöfnun væri ekki
möguleg, ef meðvitundin, —
með óþolinmæði sinni, vonum
og áhyggjum, — væri vakandi.
En meðvitundin er aðeins
lítill hluti sálarlífsins. Hinn
hlutinn er óvitundin eða undir-
vitundin, þar sem geymd eru
hin ,,gleymdu“ atriði í lífs-
reynslu vorri. Óljósar, duldar
minningar geta valdið jafn-
sterkum hugarhræringum og
áhugamál dagsins. Ef þessar
minningar slyppu óhindraðar
upp á yfirborð hugans í svefnin-
um, myndu þær tíðum vekja oss
af værum blundi. Gegn því hefir
náttúran gert sínar ráðstafanir
og valið þá leið að færa þetta
hráefni óvitundarinnar, hinar
gröfnu minningar, í dulbúning
draumsins. Þeim er búið slíkt
gerfi, að þær hafi sem minnst
truflandi áhrif á svefninn. í
vökunni virðast þessir draumar
oft hinir fáránlegustu.
Sálarfræðin telur þrenns kon-
ar svefntruflandi áhrif geta or-
sakað drauma. í fyrsta lagi
áhrif utan að, sem berast sof-
andi skynfærunum, frá um-
hverfinu eða líkamanum sjálf-
um. I öðru lagi geta hugsanir
og áhyggjur frá deginum áður
verið á reiki í hinni sofandi með-
vitund og þannig ógnað nætur-
svefninum. Loks geta gleymdar
minningar og niðurbældar hvat-
ir teygt kollana upp úr undir-
vitundinni og þar með haft þessi
sömu áhrif.
Draumar, sem til verða fyrir
utanaðkomandi áhrif, sýna ljós-
legast svefnverndandi áhrif
þeirra. ,,Þorstadrauma,“ sem
eyðimerkurfarar þekkja vel,
getur alla dreymt. Forðist mað-
ur að drekka síðari hluta dags
og borði eitthvað salt undir
svefninn, sækir slíkur þorsti á
hann um miðja nóttina, að
svefninum er hætta búin. Þá
dreymir hann, að hann drekki
óhemju mikið vatn. Það er sem
tjáð sé með draumnum: Það
getur ekki verið, að þú sért
þyrstur, eftir að hafa drukkið
allt þetta vatn. Svo sefur mað-
urinn enn um hríð í friði og má-
ske alla nóttina, nema þorstinn
verði svo ákafur, að draumur-
inn ekki megni lengur að vernda
svefnfriðinn.