Úrval - 01.02.1943, Síða 62

Úrval - 01.02.1943, Síða 62
60 ÚRVAL orðið taka flestir læknar hana sem góða og gilda vöru. Svefn er jafn nauðsynlegur líkamanum sem matur og drykkur. I svefninum hlaða líkamsfrumurnar sjálfar sig orkuforða til starfsins næsta dag. Sú orkusöfnun væri ekki möguleg, ef meðvitundin, — með óþolinmæði sinni, vonum og áhyggjum, — væri vakandi. En meðvitundin er aðeins lítill hluti sálarlífsins. Hinn hlutinn er óvitundin eða undir- vitundin, þar sem geymd eru hin ,,gleymdu“ atriði í lífs- reynslu vorri. Óljósar, duldar minningar geta valdið jafn- sterkum hugarhræringum og áhugamál dagsins. Ef þessar minningar slyppu óhindraðar upp á yfirborð hugans í svefnin- um, myndu þær tíðum vekja oss af værum blundi. Gegn því hefir náttúran gert sínar ráðstafanir og valið þá leið að færa þetta hráefni óvitundarinnar, hinar gröfnu minningar, í dulbúning draumsins. Þeim er búið slíkt gerfi, að þær hafi sem minnst truflandi áhrif á svefninn. í vökunni virðast þessir draumar oft hinir fáránlegustu. Sálarfræðin telur þrenns kon- ar svefntruflandi áhrif geta or- sakað drauma. í fyrsta lagi áhrif utan að, sem berast sof- andi skynfærunum, frá um- hverfinu eða líkamanum sjálf- um. I öðru lagi geta hugsanir og áhyggjur frá deginum áður verið á reiki í hinni sofandi með- vitund og þannig ógnað nætur- svefninum. Loks geta gleymdar minningar og niðurbældar hvat- ir teygt kollana upp úr undir- vitundinni og þar með haft þessi sömu áhrif. Draumar, sem til verða fyrir utanaðkomandi áhrif, sýna ljós- legast svefnverndandi áhrif þeirra. ,,Þorstadrauma,“ sem eyðimerkurfarar þekkja vel, getur alla dreymt. Forðist mað- ur að drekka síðari hluta dags og borði eitthvað salt undir svefninn, sækir slíkur þorsti á hann um miðja nóttina, að svefninum er hætta búin. Þá dreymir hann, að hann drekki óhemju mikið vatn. Það er sem tjáð sé með draumnum: Það getur ekki verið, að þú sért þyrstur, eftir að hafa drukkið allt þetta vatn. Svo sefur mað- urinn enn um hríð í friði og má- ske alla nóttina, nema þorstinn verði svo ákafur, að draumur- inn ekki megni lengur að vernda svefnfriðinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.