Úrval - 01.02.1943, Side 84
82
ÚRVAL
aðeins um 17 milljónir, verður
Ijóst, að fylgjendur spámanns-
ins voru hreint ekki svo lítill
hluti af þjóðinni.
Miller var ákafur biblíulesari
og hafði hann unnið í 25 ár að
spádómi sínum. Hann var bygð-
ur á þeim köflum biblíunnar,
sem fjalla um Daníel og hina
spámennina og hinn torráðna
<3raum Nebukadnesar .Árið 1831
birti hann spádóm sinn um
komu dómsdags.
„Verið viðbúin og hafið vak-
andi auga á teiknum á himni,“
voru kjörorð hans. Boðskapur
hans hafði víðtæk áhrif þegar
í upphafi. Og hann fékk byr
undir báða vængi, þegar eld-
hnettir miklir sáust á himni
laust fyrir dögun hinn 13. nóv-
■ember 1833. Hnettir þessir
sprungu og hröpuðu eins og
þúsundir stjarna. Þetta himn-
eska tákn varð til þess að gera
hina trúuðu en staðfastari í
trúnni.
Spámaðurinn hafði ekki sagt
annað um komu þessa mikla
dags, en að hans væri að vænta
einhvern tíma á tímabilinu frá
marz 1843 til jafnlengdar 1844.
Um þessar mundir voru 700
predikarar undir merkjum Mill-
ers. Halastjarnan, sem sást á
himni 1843, varð enn ein sönn-
un fyrir sannleiksgildi spádóms-
ins.
Þegar síðasti dagur þessa
tímabils rann út, án þess að
nokkuð skeði, urðu fylgjendur
spámannsins fyrir miklum von-
brigðum. En andinn kom aftur
yfir Miller og hann skrifaði:
„Ég sé mikinn ljóma yfir sjö-
unda mánuðinum (þ. e. október
í tímatali Gyðinga). Kristur
mun koma og veita oss blessun
sína.“
Hinir trúuðu tóku að búa sig
undir komu hans. Mikilsmetinn
kaupmaður í Philadelphiu setti
út í búðarglugga sinn spjald,
sem á var letrað: „Verzlunin er
lokuð vegna komu konungs kon-
unganna." Skókaupmaður einn
í New York leyfði hverjum að
taka það, sem hann vildi í búð-
inni. 1 Meredith í New Hamp-
shire yfirgáfu svo margir hinna
trúuðu allar eigur sínar, að hin-
ir vísu feður borgarinnar báðu
réttinn um að útnefna löglega
varðmenn, svo að heilar fjöl-
skyldur færu ekki á vonar-
völ. Húsgögn voru eyðilögð.
Ávextir og korn var víða látið
eyðileggjast á ökrunum — til
hvers var að hirða uppskeru,
sem innan skamms yrði ekki