Úrval - 01.02.1943, Síða 130
128
ÚRVAL
Hann sá hana belgjast út,
svívirðu þjóðar sinnar, unz hún
varpaði skugga sínum yfir allan
heiminn.
— Liðsforinginn vill fá
brennivín, sagði hann — fljótt,
Franz.
Þegar brennivínið var komið,
starði hann á það í staupinu
ofurlitla stund.
— Segið mér, Franz, þekkt-
uð þér nokkuð af þessu fólki?
— Já, herra liðsforingi, svar-
aði Franz auðmjúkri þjónsrödd.
— f fyrri heimsstyrjöldinni átti
ég heima — jæja, nafn borgar-
innar skiptir engu máli, en kon-
an var meðal þessa fólks. Auð-
vitað skeði þetta áður en við
vissum, hvers konar fólk þetta
er, sagði hann með töluverðum
sjálfsþótta. — Það eru rúm
tuttugu ár síðan. En hún var
mjög vingjarnleg við mig. Ég
var vanur að búa til leikföng
fyrir börnin. Ég hefi oft um það
hugsað, hvað orðið væri af henni
— hún var mjög nærgætin og
vingjarnleg. Auðvitað hefi ég
látið blekkjast, liðsforingi, er
ekki svo? En þetta var í öðru
landi.
— Já, Franz, sagði liðsfor-
inginn. -—• Þú segir, að þar hafi
verið börn?
— Já, liðsforingi.
— Sástu barnið í dag? Þetta,
sem kom síðast?
— Já, liðsforingi.
— Það hafði meitt sig á
höndunum, sagði liðsforinginn.
— í miðjum lófum, beint í gegn-
um lófana. Ég sá þessar hendur.
Ég vildi, að ég hefði ekki séð
þær. Ég vildi óska, að ég hefði
ekki séð þessar hendur.
c\o ^co
IJllVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ölafsson, afgreiðsla Kirkjustræti 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlast er til að hvert hefti verði greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylg'ja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa tímaritið
fyrir fram ákveðinn tíma, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. Upplagið
verður takmarkað og aðeins lítið sent til bóksala. Öruggasta leiðin
til að tryggja sér ÚRVAL er því að gerast áskrifandi.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.