Úrval - 01.02.1943, Síða 79
TANNSKEMMDIR
77
annars geta helzt verið án tann-
lækninga og tannhirðu.
Já, kreppan á vafalaust sinn
þátt í því, hvernig komið er
þessum málum nú, en hún á
ekki alla sök, Vísindin eiga
þarna líka hlut að máli. Ótal
efnafræðingar hafa unnið að því
af kappi miklu, að finna nýjar
tegundir tannhreinsunardufts
eða -vökva og almenningur hef-
ir elt þá eins og hlýðið barn.
Öllum fannst það eina rétt að-
ferðin til að halda tönnunum við,
að bursta þar sem bezt. Fólkið
vildi heldur gera það en sitja
í stólnum hjá tannlækninum og
láta gera eitthvað að gagni við
tennurnar.
En nú er svo komið, að tann-
burstun er ekki frekar talin ör-
ugg vörn gegn tánnskemmdum,
en dagleg böð, sem almenningur
hafði svo mikla oftrú á, gegn
hvers konar sjúkdómum. Þær
eru að vísu góðar, en því fer
fjarri, að þær sé hið mikla dá-
semdarmeðal, sem almenningi
hefir verið talin trú um. Að
minnsta kosti bursta hvorki
villimenn né dýr tennur sínar
og þjást samt miklu minna af
tannskemmdum en borgarar
hinna siðmenntuðu þjóða.
Það hefir meira að segja kom-
ið í ljós við rannsókn hjá há-
skólanum í Kentucky, að ef
maður tyggur vel stóra bita af
epli, þá hreinsar það betur tenn-
urnar en tannbursti og tann-
duft.
Dr. Holmes T. Knighton hefir
framkvæmt vísindalega rann-
sókn á þessu og látið svo um
mælt í skýrslu til Tannlækna-
félags Bandaríkjanna, að ef
menn tyggi epli, hreinsi það
tennurnar 96,7 af hundraði.
Ef tuggin er appelsína, þá
hefir það um það bil jafnmikinn
árangur. Fuliþroskaður banani
hreinsar 72,5 af hundraði, en
tannbursti og tannduft ekki
nema 63 af hundraði.
Alveg eins og menn hafa lengi
verið hvattir til að hreinsa tenn-
urnar vel, hefir mikil stund ver-
ið lögð á rannsóknir á áhrifum
mataræðis á tannskemmdir.
Þessar rannsóknir hafa þó ekki
borið mikinn árangur.
Um þetta atriði hefir prófes-
sor P. J. Brekhus, sem er yfir-
kennari við tannlækningadeild
háskólans í Minnesota, látið svo
ummælt:
„Ef við getum ekki verndað
tennur okkar gegn skemmdum
og hrörnun, með því að bursta
þær eða neyta sérstakra fæðu-