Úrval - 01.02.1943, Side 18
le
ÚRVAL
hafði nú hina rólegu og öruggu
framkomu þess manns, sem hef-
ir komið sér vel áfram og er
óhultur um hag sinn.
Jafnskjótt og hann bar kennsl
á okkur, heilsaði hann okkur
hjartanlega og bauð okkur til
kvöldverðar. Sjálfur þurfti hann
að fara í sjúkravitjun, sem þoldi
enga bið.
Það var með einkennilegri
eftirvæntingu, hálfgerðri æs-
ingu og hálfgerðum kvíða, að
við heimsóttum lækninn þetta
kvöld. En hvað við urðum hissa,
þegar við komumst að raun um,
að Carry var kvæntur! Hann
var það nú samt. Konan hans
bauð okkur velkomna, fersk og
falleg eins og sveitin hennar.
Þar sem læknirinn (hún bar
titilinn fram með barnslegri
lotningu) var ennþá á skurð-
stofunni, fór hún með okkur upp
á loft, til þess að sýna okkur
börnin. Það voru tvær telpur,
rjóðar í kinnum, og lítill dreng-
ur —-• öll sofandi. Við urðum
orðlausir af undrun.
Þegar við komum niður aftur,
var Carry þar fyrir, ásamt
tveim gestum. Nú, við sitt eigið
borð, var hann hæglátur og
virðulegur, og sómdi sér vel í
húsbóndasætinu. Vinir hans,
báðir heldri menn, litu sýnilega
upp til hans. Við kynntumst
högum hans, ekki fyrir hans
eigin orð, heldur vegna þess,
sem aðrir sögðu okkur. Starfs-
svið hans var víðáttumikið.
Sjúklingar hans voru sveita-
fólk, íbyggið, þögult og seintek-
ið. Samt sem áður hafði hann
einhvern veginn unnið hugi þess.
Þegar hann var á ferð um þorp-
in, komu konurnar hlaupandi til
hans með börn á handleggnum,
og spurðu hann ráða á miðri
götu. I slíkum tilfellum hirti
hann ekki um borgun. Hann
hafði úr nógu að spila. Um ný-
ársleytið var alltaf fullt af gjöf-
um á húströppunum: Nokkrar
endur, gæs, nýorpin egg; —
endurgjald fyrir veitta hjálp,
sem hann hafði löngu gleymt.
En við heyrðum líka sagt frá
öðru — frá næturvökum, þegar
baráttan um mannslífið var háð
í einhverju fátæklegu hreysi:
Barn var að kafna úr barna-
veiki; bóndi veiktist af heiftugri
lungnabólgu; bóndakona átti
erfitt með að fæða. Öllum varð
að hjálpa, alla varð að hug-
hreysta, og bjarga síðan, einatt
með erfiðismunum, úr greipum
dauðans.
Læknirinn var nú orðinn mik-