Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
um ekki vænzt verulega góðrar
máltíðar fyrr en við komum að
birgðastöðinni, þar sem hrossa-
kjötið er, en þangað er löng
leið — og erfið ....
Fimmtudagur, 1. febrúar.
Þungt færi í allan dag. Fórum
8 mílur á úr klukkustund.
Héldum áfram til klukkan 8 um
kvöldið. Náttuðum við áningar-
stað frá 29. desember. Ferðin
frá bækistöðinni og þangað
hafði tekið viku. Okkur ætti því
að vera borgið með átta daga
matarbirgðir (fullan skammt).
Evans illa kalinn á fingrum,
tvær neglur dottnar af, rifnað
ofan af blöðrum ....
Laugardagur, 17. febrúar.
Hræðilegur dagur. Evans svaf
vel í nótt og leit betur út í
morgun. Sjálfur sagði hann, eins
og alltaf, að sér liði ágætlega.
Hann fór á sinn stað í sleðalest-
inni í morgun, en hálftíma
seinna losnuðu skíðin af honum,
og hann varð að sleppa sleðan-
um. Færðin var afleit. Við nám-
um staðar eftir klukkutíma og
biðum eftir Evans. Hálftíma
seinna drógst hann enn aftur úr
af sömu ástæðu. Um hádegi áð-
um við hjá Monument Rock og
var Evans þá langt á eftir. Þeg-
ar máJtíðinni lauk, án þess að
Evans kæmi í ljós, fór okkur
ekki að verða um sel. Við stig-
um allir á skíðin og héldum til
baka. Ég varð fyrstur til hans,
og brá mér illa við, er ég sá,
hvernig hann var útlits. Hann
lá á hnjánum, berhentur og
með æðisgenginn glampa í aug-
unum. Þegar ég spurði hann,
hvað væri að, svaraði hann
hægt, að hann vissi það ekki,
en héldi, að liðið hefði yfir sig.
Við reistum hann á fætur, en
þegar hann hafði gengið tvö eða
þrjú skref, hneig hann niður
aftur. Allt benti til, að lífsþrótt-
ur hans væri á þrotum. Wilson,
Bowers og ég sóttum sleðann, en
Oates varð eftir hjá honum.
Þegar við komum aftur, var
hann að mestu meðvitundarlaus,
og þegar við vorum búnir að
koma honum fyrir í tjaldinu,
var hann alveg rænulaus. Hann
fékk hægt andlát klukkan 12,30.
Sunnudagur, 18. febrúar. í
Shambles birgðastöðinni. Við
tókum okkur fimm tíma svefn
við forðabúrið við jökulröndina
eftir hina hræðilegu nótt og
komum hingað klukkan þrjú í
dag. Hér er gnægð hrossakjöts
og matreiddum við okkur ágæt-
an kvöldverð og ætlum við að
veita okkur slíkt á hverju kvöldi