Úrval - 01.02.1943, Side 50

Úrval - 01.02.1943, Side 50
48 ÚRVAL um ekki vænzt verulega góðrar máltíðar fyrr en við komum að birgðastöðinni, þar sem hrossa- kjötið er, en þangað er löng leið — og erfið .... Fimmtudagur, 1. febrúar. Þungt færi í allan dag. Fórum 8 mílur á úr klukkustund. Héldum áfram til klukkan 8 um kvöldið. Náttuðum við áningar- stað frá 29. desember. Ferðin frá bækistöðinni og þangað hafði tekið viku. Okkur ætti því að vera borgið með átta daga matarbirgðir (fullan skammt). Evans illa kalinn á fingrum, tvær neglur dottnar af, rifnað ofan af blöðrum .... Laugardagur, 17. febrúar. Hræðilegur dagur. Evans svaf vel í nótt og leit betur út í morgun. Sjálfur sagði hann, eins og alltaf, að sér liði ágætlega. Hann fór á sinn stað í sleðalest- inni í morgun, en hálftíma seinna losnuðu skíðin af honum, og hann varð að sleppa sleðan- um. Færðin var afleit. Við nám- um staðar eftir klukkutíma og biðum eftir Evans. Hálftíma seinna drógst hann enn aftur úr af sömu ástæðu. Um hádegi áð- um við hjá Monument Rock og var Evans þá langt á eftir. Þeg- ar máJtíðinni lauk, án þess að Evans kæmi í ljós, fór okkur ekki að verða um sel. Við stig- um allir á skíðin og héldum til baka. Ég varð fyrstur til hans, og brá mér illa við, er ég sá, hvernig hann var útlits. Hann lá á hnjánum, berhentur og með æðisgenginn glampa í aug- unum. Þegar ég spurði hann, hvað væri að, svaraði hann hægt, að hann vissi það ekki, en héldi, að liðið hefði yfir sig. Við reistum hann á fætur, en þegar hann hafði gengið tvö eða þrjú skref, hneig hann niður aftur. Allt benti til, að lífsþrótt- ur hans væri á þrotum. Wilson, Bowers og ég sóttum sleðann, en Oates varð eftir hjá honum. Þegar við komum aftur, var hann að mestu meðvitundarlaus, og þegar við vorum búnir að koma honum fyrir í tjaldinu, var hann alveg rænulaus. Hann fékk hægt andlát klukkan 12,30. Sunnudagur, 18. febrúar. í Shambles birgðastöðinni. Við tókum okkur fimm tíma svefn við forðabúrið við jökulröndina eftir hina hræðilegu nótt og komum hingað klukkan þrjú í dag. Hér er gnægð hrossakjöts og matreiddum við okkur ágæt- an kvöldverð og ætlum við að veita okkur slíkt á hverju kvöldi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.