Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 72
Margt er skrítið í henni veröld!
Stœrðarhlutföll í heimi dýranna.
Grein úr „The Atlantic Monthly“,
eftir Julian S. Hnxley.
O TÆRÐ okkar og annarra
lifandi vera jarðarinnar,
sem okkur hættir við að taka
sem sjálfsagðan og eðlilegan
hlut, er eitt af erfiðustu vanda-
málum, sem þróun lífsins hefir
átt við að stríða.
Stærstu lífsverur jarðarinnar
eru í jurtaríkinu, hin risastóru
tré í Kaliforníu, sem vega allt
að 1000 smálestir. Stærstu dýr-
in eru hvalir, sem sumir eru
meira en 100 smálestir. Þeir eru
ekki aðeins stærstir núlifandi
dýra, heldur miklu stærri en
nokkurt annað dýr, sem lifað
hefir á jörðinni, því að stærstu
risaskriðdýr miðaldar, sem oft
eru talin eiga metið í þessu efni,
geta alls ekki hafa vegið meira
en 50 smálestir.
Stærstu hrygglausu dýrin eru
í hópi lindýranna. Sumir risa-
smokkar vega allt að þrem smá-
lestum. Stærstu risarnir meðal
hryggleysingjanna eru, þótt
undarlegt kunni að virðast, í
hópi marglyttanna. Ein tegund
þeirra hefir skel yfir sér, sem
er sjö fet í þvermál og 18 þuml-
unga á þykkt, og gilda, fimm
feta langa þreyfianga. Einn
þeirra er eins og meðal hestur
á þyngd. Þeir hryggleysingjar,
sem kannske mætti teljast
lengst komnir á þróunarbraut-
inni, eru maurarnir, en þeir
verða aldrei meira en eitt
gramm á þyngd. 1 stærstu
mauraríkjunum, sem þekkjast,
eru um ein milljón íbúa. Öll
þessi þjóð vegur á við einn stór-
an mann. Það er erfitt að gera
sér grein fyrir, hvað sum skor-
dýr eru lítil í raun og veru. Ef
þér keyptuð eitt pund af flugum.
yrðu þær 80.000 talsins!
Svo virðist, sem náttúrunni
hafi ekki fundizt hagkvæmt að
skapa hryggdýr úr færri en
nokkrum milljónum fruma. En
stærðarhlutföllin eru marg-
breytileg. Það er furðulegt, til
dæmis, að til skuli vera froskar
á stærð við rottuhund. Og það
er enn furðulegra, að til skuli