Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 117
SlMON BOLIVAR
115
síðar, ekki sköpuð fyrir þenna
heim. Eftir nokkra mánuði and-
aðist hún úr hitasótt, og Boli-
var, örvinglaður af sorg, skoð-
aði dauða hennar sem dular-
fullt tákn. „Hann hóf mig upp
yfir svið hins veraldlega og
beindi hugsunum mínum að
vandamálum hins kúgaða lands
míns.“
Hann leitaði bernskukennara
sinn uppi og fann hann. Þeir
fóru saman í langar gönguferðir
og Bolivar nam kenningar hans
með eldmóði hins endurfædda.
Árið 1804 var hann viðstaddur,
þegar Napoleon krýndi sjálfan
sig til keisara í Notre Dame
kirkjunni. „Krýningin," sagði
hann, „orkaði á mig eins og
bannfæring. Kórónan, sem
Napoleon setti á höfuð sér, var
forngripur, frá löngu liðnum
tímum myrkurs og fáfræði.“
Skömmu síðar, þegar hann
var staddur á Fjallinu helga,
mælti hann þau orð, sem síðan
réðu lífi hans og ákvörðuðu ör-
lög hálfrar heimsálfu.
Áform Bolivars var stórkost-
legt. Hann var aðeins liðlega
tvítugur að aldri og átti engri
sérstakri aðstöðu að fagna í
landi sínu, er hann hugðist
frelsa. Hernaðarleg reynsla hans
var fólgin í fárra ára setuliðs-
þjónustu í Venezuela. En hon-
um var gefið nærri ótakmarkað
sjálfstraust og hann dreymdi
stóra drauma. Og draumar hans
kröfðust jafnan þess, að þeir
væru gerðir að veruleika. Hann
sigldi heim til Venezuela, með
viðkomu í Boston, New York,
Philadelphia og Washington,
þar sem hann kynnti sér ame-
ríska lýðræðisskipulagið.
Enda þótt Spánverjar hefðu
blygðunarlaust rænt og kúgað
nýlendur sínar í Vesturheimi í
þrjár aldir, hafði aldrei borið á
skipulagðri sjálfstæðishreyfingu
þar. Þegar herforinginn Franc-
isco Miranda frá Venezuela, sem
hafði barizt undir merkjum
Washingtons í amerísku bylting-
unni, reyndi að frelsa nýlend-
una, mætti hann vopnaðri mót-
spyrnu landa sinna. Her hans
var yfirunninn, og sjálfur
neyddist hann til að flýja til
Englands.
Þegar Bolivar var kominn tíl
Venezuela, hóf hann þegar leyni-
starfsemi ásamt ungum aðals-
mönnum, til þess að kveikja eld
byltingarinnar meðal fólksins.
Þegar hann komst að raun um.
að honum var ábótavant um