Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 22
20
ÚRVAL
og margir fjármálamenn fylgja
„ungu liðsforingjunum“ að máli.
Það eru því ekki stéttasjónar-
mið, sem ráða flokkaskipting-
unni.
Stóriðjuhöldarnir trúðu á
,samvinnustefnuna‘. Þeir þekktu
Vesturveldin. Þeim var ljóst,
hvað við eigum mikið undir er-
lendum markaði og hráefnum.
Þeir eru sannfærðir um, að þeir
geti haldið hlut sínum fyrir
Vesturveldunum, í samkeppn-
inni á sviði fjármála og við-
skipta, bæði í Kína og annars-
staðar. Þess vegna- vilja þeir
ekki, að herinn láti mikið á sér
bera — en sé við öllu búinn, ef
á þurfi að halda.
Hinir ,,ungu liðsforingjar“
eru á móti því að innleiða vest-
ræna menningu í Japan, og í
utanríkismálum fylgja þeir
hinni „jákvæðu stefnu“. Þeir
treysta ekki stóriðjuhöldunum.
Þeir saka þá um að flytja inn
menningu, sem sé að útrýma
okkar eigin menningu og raska
hinu þjóðfélagslega jafnvægi;
að þingið (Diet) sé einungis
tæki í höndum þeirra til að
tryggja þeim aukin auðæfi og
völd. Þeir segja, að við getum
ekki keppt við Vesturveldin á
sviði verzlunar og iðnaðar.
Þeir segja, að við höfum aflað
okkur stórveldaaðstöðu með
vopnavaldi, og að við getum að-
eins haldið þessari aðstöðu okk-
ar með vopnavaldi.
Að baki sér hafa „ungu hðs-
foringjarnir“ all-öfluga hreyf-
ingu. Það eru þær stéttir og
stéttahlutar, sem kippt hefir
verið upp úr hinu forna þjóð-
félagskerfi okkar, en ekki hafa
náð fótfestu innan hins nýja
kerfis. Má þar nefna hluta af
iðnaðarverkamönnum, bændum,
embættismönnum, stúdentum,
og smærri og stærri iðnrekend-
ur, sem stöðugt eiga erfiðara
með að standast samkeppnina
við stóriðjuhöldana.
Þessir rótlausu hópar fóru að
gera vart við sig í fyrri heims-
styrjöld og á krepputímunum,
sem komu í kjölfar hennar. Þeir
tóku að mynda alls konar félög
— sum trúarlegs eðlis, önnur
kommúnistisk eða þjóðernis-
sinnuð. Þó að þessi félög væru
æði sundurleit, áttu þau þó eitt
sameiginlegt. Þau báru öll í
brjósti rótgróna tortryggni
og ótta til vestrænnar menning-
ar, sem var að gjörbreyta þeim
þjóðfélagsháttum, er þeir höfðu
lifað við.
Hernaðarsinnum var fljótlega