Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 48
46
TJRVAL
um leið og Ijósin komu, og
skriðu svo til baka, þegar þau
slokknuðu.
Eitt kvöld skreið hópur
Ástralíumanna í skugganum
utan við ljósgeislann, upp að
virkinu og læddist inn í það.
Þegar Tyrkir komu til baka, var
tekið á móti þeim með skothríð
úr þeirra eigin byssum. Tveim-
ur klukkustundum síðar voru
allar nærliggjandi varnarstöðv-
ar í höndum Ástralíumanna.
Þrátt fyrir afburða hreysti-
lega framgöngu, urðu hersveit-
ir Bandamanna að hverfa frá
Gallipoli. Til að koma her sín-
um undan, án manntjóns, not-
uðu Ástralíumenn annað
kænskubragð. Liðið í bakstöðv-
unum var flutt brott að nóttu
til, fyrirhafnar lítið. Þegar röð-
in var komin að þeim, sem voru
í fremstu víglínu, var mörg
hundruð, hlöðnum rifflum rað-
að á brjóstvörnina. Við hvern
gikk var bundin dós og vatn
látið leka í hana. Þegar dósin
þyngdist togaði hún í gikkinn
og skotið reið af. Löngu eftir
að síðustu hersveitirnar voru
komnar um borð í skipin, dundi
skothríðin frá skotgröfum
Ástralíumanna og hélt Tyrkjum
í skefjum.
Frægasta blekkingin í þess-
um sama ófriði, voru án efa
brezku Q-skipin. Að útliti voru
þau eins og gamlir, illa hirtir
,,fragtkláfar“ og skipshöfnin
miður þokkalegt samsafn. í
rauninni voru það úrvalssveitir
úr brezka sjóliðinu. Þessi skip
voru svo á sveimi um aðal kaf-
bátasvæðin. Um leið og kafbáts
varð vart, létust þau leggja á
flótta. En þegar kafbáturinn
nálgaðist til að sökkva þeim með
kúlnahríð, því að tundurskeyti
eru dýr, breyttust þau skyndi-
lega í sannkallað hreiður af eld-
spúandi fallbyssum, sem voru
faldar bak við falskar yfirbygg-
ingar og björgunarbáta.
Tilveru þessara skipa var
haldið svo vel leyndri, að al-
menningur vissi ekkert um þau,
fyrr en þremur árum eftir að
þau voru tekin í notkun, árið
1915. En þau sökktu á annað
hundrað kafbátum fyrir Þjóð-
verjum.
CN3<^tX3