Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 121
SlMON BOLIVAR
110:
eins og flugur þúsund fet upp
eftir þverhnípinu. Þar sem berg-
ið var alveg lóðrétt, stungu þeir
byssustingjunum í klettaglufur
og klifruðu síðan upp eftir þeim
eins og rimlum í stiga.
Enda þótt herir Bolivars biðu
oft lægra hlut, efaðist hann
aldrei um lokasigurinn. Einu
sinni, er hann sat veizlu hjá
foringjum sínum, stökk hann
upp á borðið, stikaði eftir því
endilöngu og hrópaði: „Eins og
ég geng eftir þessu borði enda
á milli, eins mun ég halda frá
Atlantshafi til Kyrrahafs, frá
Panama til Cape Horn! Og
þannig,“ bætti hann við, þegar
hann gekk til baka, „þannig
mun ég snúa heim aftur, án
þess að hafa unnið nokkrum
tjón nema þeim, sem stóðu í vegi
fyrir hinu helga ætlunarverki
mínu!“ Og það var einmitt
þetta, sem hann gerði.
Mesta afrek Bolivars — að
dómi herfræðinga eitt hið mesta
í sögunni — var leiðangur hans
frá Angostura, við neðri hluta
Orinocofljóts, þvert yfir megin-
landið og yfir háhrygg Andes-
fjallanna.
Her hans var 1600 fótgöngu-
'iðsmenn og 800 riddarar, en
auk þess voru nokkur hundruð
konur með í förinni. Allt var
þetta fólk af láglendinu, og
hafði aldrei séð fjall eða fundið
til biturs kulda.
Fyrsti hluti leiðarinnar lá yfir
brennandi heitar sléttur og gegn-.
urn kæfandi frumskóga. Þetta
var um rigningatímann, mestu
hitatíð ársins. Þessi spölur var
280 mílur. Síðan tóku við Cas-
anare-slétturnar — endaiausar,
yfirflæddar, eins og blýspegill
undir stöðugu regni.
í þrjár vikur þokuðust fylk-
ingarnar hægt áfram. Vatnið
náði hermönnunum í mitti, þeir
héldu byssum og bögglum yfir
höfði sér, en fætur þeirra sukku
á kaf í leðjuna í hverju spori,
og krókódílar sveimuðu um-
hverfis þa. Á nætuma létu allir,
karlmenn, konur og dýr fyrir-
berast á grasivöxnum Iiiifurr.,
sem stóðu upp úr vatnsdgnum
Fötin fúnuðu utan af fólkinu, og
það datt út í sárum og kaunum.
Margir hrösuðu og sukku í
gruggugt vatnið.
Svo birtust Andesfjöllin að
lokum. Hinir örmagna sléttu-
búar horfðu fullir undrunar á
gnæfandi tindana, snævi þakta.
Til þess að geta komið að
óvininum óvörum, valdi Bolivar