Úrval - 01.02.1943, Síða 125
SlMON BOLIVAR
123
„Bolivar hefir blindandi og dá-
leiðandi áhrif á viðstadda. Oft,
er ég hefi mætt honum reiður,
hefi ég farið af fundi hans sigr-
aður, en fullur aðdáunar. Eng-
inn hfandi maður getur veitt
honum viðnám augliti til aug-
litis!“
Bolivar hafði veikleika. Hann
var bæði hégómagjarn og af-
brýðisamur að því er snerti
frægð hans. Hann var sparneyt-
inn um flest, en hann var einnig
veraldlega sinnaður, einkum er
um konur var að ræða. 1 augum
þeirra var hann ómótstæðilegur
og þær fleygðu sér blátt áfram
fyrir fætur hans, hvar sem hann
fór. Enn er til safn rúmlega
2000 ástarbréfa, sem stíluð eru
til hans. Allt frá æskuárum átti
hann í stöðugum ástamálum, en
flest voru þessi ævintýri dægur-
flugur, sem hann virðist hafa
álitið að skertu á engan hátt
trúnað hans við minningu Maríu
Teresu. Hin eina, sanna ást hans
eftir dauða Maríu, var ætlunar-
verkið mikla, og hann gleymdi
því aldrei, hvorki í orustum né
örmum kvenna.
Hann hafði framkvæmt allt
það, sem hann hafði heitið. En
nú fór hugur hans að snúast um
stofnun pólitísks sambands milli
allra hinna nýju ríkja, með einni
sterkri miðstjórn, eitthvað svip-
að og í Bandaríkjunum. En
þjóðernissinnar og aðrir flokk-
ar, er kepptu innbyrðis, snerust
öndverðir gegn tillögum hans.
Gamlir vinir og vígabræður,
urðu nú pólitískir andstæðingar
hans. Löndin, sem stóðu sam-
einuð gegn Spánverjum, voru
nú albúin að heyja styrjöld sín
á milli.
Örvæntingarfullur lagði Boli-
var aftur upp í langar ferðir, til
þess að reyna að skapa einingu.
Máttur hans reyndist mikill sem
fyrr, og honum var allsstaðar
tekið með kostum og kynjum.
En hann gat ekki verið allsstað-
ar samtímis. Ekki var hann
fyrr farinn á brott en öldur
óeiningar skullu yfir landið að
baki honum. Hann varð ör-
magna og vonsvikinn.
Bolivar barðist ekki beinlínis
fyrir lýðræðisskipulagi. Þjóðir
Suður-Ameríku voru ekki tilbún-
ar að veita því viðtöku þegar, að
honum fannst. ,,Það er of stutt
síðan að augu þeirra komu úr
myrkri þrældóms, til þess að
þær geti mætt því skæra, heilaga
ljósi.“ Það stjórnskipulag, sem
hann mælti með fyrir hin ýmsu