Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 55
Eí nvig ið.
Grein úr ,,Reader’s Digest“,
eftir John E. Tj'nan.
A TBURÐIR líðandi tíma hafa
rifjað upp fyrir mér atvik,
sem skeði fyrir nokkrum árum,
þegar ég starfaði við amerísku
sendisveitina í Tokyo.
Tildrögin voru þau, að Ugaki,
hermálaráðherra Japans fór
þess á leit við Warren J. Clear,
höfuðsmann við sendisveit
okkar, að hann sýndi nemend-
um liðsforingjaskólans hina
einkennilegu íþrótt Ameríku-
manna, hnefaleikana. Hinn ungi
hermálafulltrúi sendiráðsins
féllst á að gera þetta, ef hann
fengi í staðinn að sjá, hvernig
herinn æfði japönsku glímuna,
jujitsu.
,,Ágætt,“ sagði ráðherrann,
„ég skal sjá um, að þér fáið að
glíma við jujitsu-mann.“ Næstu
tvær vikur æfði ég með Clear í
nokkrar mínútur á dag. Til
allrar hamingju hafði Clear æft
hnefaleika sem áhugamaður og
haldið sér í nokkurriþjálfun. Við
þorðum þó ekki annað en æfa
það, sem sýna skyldi, þó að við
byggumst aðeins við vingjarn-
legri kynningarviðureign.
Hinn ákveðna dag mættum
við tveir í hinum stóra leikfimi-
sal liðsforingjaskólans. Ugaki
ráðherra veitti okkur móttöku
og okkur til mikillar undrunar
kynnti hann okkur fyrir krón-
prinzinum (Hirohito núverandi
keisara). Návist hans gerði
okkur engu síður undrandi, en
þau 400 liðsforingjaefni, sem
mættir voru, til þess að horfa á.
Mig furðaði á, hve óvenjulega
háir þeir voru, harðneskjulegir
og brúnir af sólu.
Ugaki kallaði einn hinn
hraustlegasta úr hópi liðsfor-
ingjanna fyrir sig.
„Kitamura, jujitsu-kappi hins
keisaralega, japanska hers,“ og
bætti við og beindi orðum sín-
um til Clear: „Keppinautur
yðar.“ Clear rétti honum hend-
ina, en Japaninn tók ekki í hana
heldur beygði sig djúpt um
mjaðmir.
Clear átti að velja á milli 350