Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 85
HEIMSENDIR
83
annað en duft og aska? Að lok-
um tilkynnti Miller, að 23. októ-
ber yrði hinn mikli dagur.
Þegar stundin nálgaðist, var
troðfullt í öllum kirkjum Millers
við hinar tíðu messugerðir. Þús-
undir manna stóðu utan dyra og
báðust fyrir og sungu. Fjölda
rnargir urðu skelkaðir eða
frömdu sjálfsmorð. I litlu geð-
veikrahæli í Vermont voru
tuttugu og fimm áhangendur
Millers, sem orðið höfðu vit-
skertir af eftirvæntingunni.
Bóndi einn í Pensylvaníu drap
sig og f jölskyldu sína, af því að
eitt af börnum hans hafði farið
háðuglegum orðum um spá-
manninn, og annar maður í
Massachusetts skar konu sína
á háls af sömu ástæðum. Blöðin
studdu kirkjuna í baráttunni við
þetta brjálæði, en áhangendur
Millers settu greinar í blöðin,
þar sem hinir syndugu voru
hvattir til að iðrast meðan tími
væri til.
Þegar hinn mikli dagur rann
upp, var þungskýjað loft og
hinir trúuðu horfðu með vel-
þóknun til himinsins — og þótti
útlitið eiga vel við, fyrst von
var á heimsendi.
í stórhópum yfirgáfu menn
Boston, Philadelphíu, New York
og aðrar stórborgir að kvöldi
22. okt. og streymdu út í sveit-
irnar, sveipaðir hinum þunnu,
hvítu skikkjum upprisunnar.
Þegar leið á nóttina, óx eftir-
væntingin. Um allt landið horfðu
menn áfjáðir til himins. Menn
og konur skriðu á fjórum fótum
og báru aðra á baki sér og átti
það að tákna innreið frelsarans
í Jerúsalem. Menn þvoðu fætur
hvers annars og dönsuðu í tryll-
ingslegum trúarhita. Börn æddu
um óttaslegin og biðu eftir eld-
tungunum, sem áttu að eyða
heiminum. Á einum stað fund-
ust tvö þeirra dauð morguninn
eftir.
Þegar nálgaðist dögun og
ekkert óvenjulegt skeði, fjaraði
út æsingin, sem brunnið hafði í
augum hinna trúuðu alla nótt-
ina og í stað hennar kom ótti.
Að lokum rann sólin upp; heim-
urinn var enn ósviðinn af eldi og
Gabríel erkiengill hafði ekki
þeytt lúður sinn.
Fylgjendur Millers héldu
hljóðir heim til sín, í skítugum
og blautum skikkjum, heim til
búa sinna og fyrra starfs, þeir
sem það gátu. Á leiðinni urðu
þeir fyrir háði og spotti hinna
vantrúuðu, en voru svo niður-
dregnir, að þeir tóku varla eftir