Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 93
„Ég var einu sinni vesalingur,
sem vóg aóeins 97 pun<l,“
segir Charles Atlas,
Bezt vaxni maður í heimi.
Grein úr „New Yorker“,
eftir Kobert Lewis Taylor.
CHARLES ATLAS, sem hefir
fundið beztu aðferðina til
þess að auka mönnum krafta í
kögglum, er eini maður-
inn, sem hefir verið
mældur „hátt og lágt“,
svo að framtíðin geti
fengið að vita, hvernig
líkamsbygging hans hafi
verið. Árangur mæl-
inganna er geymdur í
hinu opinbera bókasafni
New York-borgar. Atlas
telur þetta réttilega að
þakka hinum merkilega
líkama sínum. „Þetta er
sniðugt uppátæki/1 segir
hann. „Þegar fólk fer að
velta því fyrir sér, eftir
tvö eða þrjú þúsund ár, hvers
konar fuglar hafi búið á jörð-
inn á tuttugustu öld, þá fer það
bara til bókasafnsins, og hverj-
um kynnist það þá? Atlas!“
Hinn sterki maður er ekki
feiminn við að sýna sig. Einu
sinni, þegar hann var staddur í
París, var hann boðinn til kveld-
verðar hjá frú Elsu
Schiaparelli, sem þekkt-
ust er fyrir kjóla sína.
Skömmu eftir að gest-
irnir voru seztir að
borði, sagði frú Schiap-
arelli: „Er það satt, að
þér hafið eins dásam-
legan líkama og sagt
er?“ Það var ekki hægt
að villast um svar Atlas.
Hann reis úr sæti sínu
og fór úr öllu niður að
mitti. Frú Schiaparelli
og hinir gestirnir gátu
ekki annað en fallizt
á það, að líkami hans væri dá-
samlegur.
Þegar Atlas gerir annað eins-
og þetta, þá er það ekki til ann-
ars en að útbreiða þá kenningu
sína, að menn geti orðið glaðir