Úrval - 01.02.1943, Side 73

Úrval - 01.02.1943, Side 73
STÆRÐARHLUTFÖLL 1 HEIMI DÝRANNA 71 vera fullvaxin skordýr — ein eða tvær bjöllutegundir, og nokkrar tegundir, er líkjast vespum — sem eru minni en egg úr konu, og hafa þó samsett augu, taugakerfi, þrenna skolta, sex fætur, vængi með æðum og önnur tilheyrandi líffæri! Flest- um mun koma það á óvart, að minnstu hryggdýrin skuli ekki vera í hópi fiskanna, heldur froskanna; og að stærsti fíll skuli geta rúmast inni í stóru hvalskinni. Flest hryggdýr, sem lifa á þurru, eru frá tíu grömmum upp í hundrað kíló á þyngd. Hvers vegna er þetta tiltölulega þrönga stærðarsvið svo al- gengt ? Ókostur þess að vera mjög lítill, eru óþægindin, sem stafa af sífelldum árekstrum við hin ólífrænu molekýl umhverfisins. Molekýlin í vökva eins og til dæmis vatni eru á látlausri ferð fram og aftur. Þau eru sífellt að rekast á allt, sem er í vatn- inu og hrökkva til baka aftur. Þegar yfirborð þess hlutar, sem er í vatninu, er svo stórt, að mörg þúsund slíkir árekstrar verða á sekúndu hverri, verður fjöldi þeirra á hverja hlið hlut- arins því sem næst sá sami. Þungan af þessum jöfnu árekstrum köllum við vökva- þrýsting. En þegar þvermál hlutarins fer niður fyrir einn þúsundasta úr millimeter, getur það vel komið fyrir, að samtím- is því, að molekýlin dynja á honum öðru megin, rekist ekk- ert þeirra á hann hinum meg- inn. Afleiðing þessa er sú, að lífverur þær, sem eru smávaxn- astar, eru stöðugt skotspónn molekýlanna, sem hrekja þær til eins og lauf í vindi. En það er ómögulegt að stækka hlut margfalt, án þess að breyta lögun hans, nema að allir eiginleikar hans breytist um leið. Yfirborð hans vex jafnt og þvermálið í öðru veldi og rúmtakið jafnt og þvermálið í þriðja veldi. Yfirborðið í hlut- falli við rúmtakið minnkar því eftir því sem hluturinn stækkar. Stór Afríkufíll er milljón sinn-. um þyngri en lítil mús. En yfir- borð það, sem kemur á hvert gramm þyngdarinnar, er hundr- að sinnum stærra hjá músinni en fílnum. Ljósust áhrif þessa breyti- leika í hlutfallinu á milli yfir- borðs og rúmtaks, má sjá með því að athuga fallhraðann. Því stærra sem yfirborðið er í hlut-.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.