Úrval - 01.02.1943, Side 73
STÆRÐARHLUTFÖLL 1 HEIMI DÝRANNA
71
vera fullvaxin skordýr — ein
eða tvær bjöllutegundir, og
nokkrar tegundir, er líkjast
vespum — sem eru minni en egg
úr konu, og hafa þó samsett
augu, taugakerfi, þrenna skolta,
sex fætur, vængi með æðum og
önnur tilheyrandi líffæri! Flest-
um mun koma það á óvart, að
minnstu hryggdýrin skuli ekki
vera í hópi fiskanna, heldur
froskanna; og að stærsti fíll
skuli geta rúmast inni í stóru
hvalskinni.
Flest hryggdýr, sem lifa á
þurru, eru frá tíu grömmum upp
í hundrað kíló á þyngd. Hvers
vegna er þetta tiltölulega
þrönga stærðarsvið svo al-
gengt ?
Ókostur þess að vera mjög
lítill, eru óþægindin, sem stafa
af sífelldum árekstrum við hin
ólífrænu molekýl umhverfisins.
Molekýlin í vökva eins og til
dæmis vatni eru á látlausri ferð
fram og aftur. Þau eru sífellt
að rekast á allt, sem er í vatn-
inu og hrökkva til baka aftur.
Þegar yfirborð þess hlutar, sem
er í vatninu, er svo stórt, að
mörg þúsund slíkir árekstrar
verða á sekúndu hverri, verður
fjöldi þeirra á hverja hlið hlut-
arins því sem næst sá sami.
Þungan af þessum jöfnu
árekstrum köllum við vökva-
þrýsting. En þegar þvermál
hlutarins fer niður fyrir einn
þúsundasta úr millimeter, getur
það vel komið fyrir, að samtím-
is því, að molekýlin dynja á
honum öðru megin, rekist ekk-
ert þeirra á hann hinum meg-
inn. Afleiðing þessa er sú, að
lífverur þær, sem eru smávaxn-
astar, eru stöðugt skotspónn
molekýlanna, sem hrekja þær
til eins og lauf í vindi.
En það er ómögulegt að
stækka hlut margfalt, án þess
að breyta lögun hans, nema að
allir eiginleikar hans breytist
um leið. Yfirborð hans vex jafnt
og þvermálið í öðru veldi og
rúmtakið jafnt og þvermálið í
þriðja veldi. Yfirborðið í hlut-
falli við rúmtakið minnkar því
eftir því sem hluturinn stækkar.
Stór Afríkufíll er milljón sinn-.
um þyngri en lítil mús. En yfir-
borð það, sem kemur á hvert
gramm þyngdarinnar, er hundr-
að sinnum stærra hjá músinni
en fílnum.
Ljósust áhrif þessa breyti-
leika í hlutfallinu á milli yfir-
borðs og rúmtaks, má sjá með
því að athuga fallhraðann. Því
stærra sem yfirborðið er í hlut-.