Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 66
Kynnist mönnunum, sem mestu ráða
um afstöðu Indverja til hinna stríðandi þjóða.
ndverskir leiðtogar.
Úr grein í „Coronet".
l_I VAÐ gera Indverjar, ef
* Japanir ráðast inn í land
þeirra?“ „Hvaða móttökur fá
herskarar Hitlers, ef þeir kom-
ast að vesturlandamærum Ind-
lands?“ „Hver er afstaða þjóð-
arinnar, leiðtoganna gagnvart
hinum tveimur aðilurn í styrjöld
þeirri, sem nú stendur yfir?“
Að nokkru leyti vitum við
svörin við þessum spurningum.
Við vitum, að indverski herinn,
undir brezkri stjórn, mun berj-
ast hraustlega, því að líklega
mun engum her í heimi eins
annt um hernaðarheiður sinn og
honum. Við vitum líka, að allir
hinir indversku furstar hafa
lýst yfir.fullum stuðningi við
Breta og sama er að segja um
marga óbreytta borgara.
En hvað gerir fjöldinn, allar
milljónirnar ? Hvað er hægt að
búast við mikilli hjálp frá þeim
og hversu einlæg verður afstaða
þeirra? Þar stöndum við and-
spænis lokaðri bók. Eina leiðin
til að afla sér nokkurrar vit-
neskju um þetta, er að kynnast
hinum indversku leiðtogum, sem
fremst standa. Hverjir eru þeir,
hvaða menntun hafa þeir hlotið,
hver er stefnuskrá þeirra og
með hverjum hafa þeir samúð?
Þessum spurningum er reynt
að svara, í höfuðatriðum, í eftir-
farandi lýsingum á sex aðal-
leiðtogum Indiands. Þær eru
samdar af Indver janum Krishn-
alal Shridharani, sem er há-
menntaður maður-og víðkunnur
fyrir ritstörf sin: ljóð, sögur og
leikrit, ekki aðeins í heimalandi
sínu, heldur líka í Ameríku. Þar
hefir hann gefið út á ensku þrjú
rit: „Stríð án ofbeldis“ (War
without Violence), „Mitt Ind-
land“ (My India) og „Mín Ame-
ríka“ (My America), sem allar
hafa hlotið afar góðar viðtökur.
I.
RÖDD INDLANDS.
Enn þann dag í dag er Gandhi
„rödd Indlands". Þessi rödd hef-
ir hvatt almenning til að veita