Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 37
ÓFÆDD BÖRN OG NÝFÆDD
35
hann sé í fullu gildi enn þann
dag í dag. Þessi viðbrigði eru
eitt af því fáa í hátterni ung-
barna, sem hverfur eftir nokkra
mánuði, enda þótt megi greina
leifar þeirra meðal fullorðinna,
þegar þeim verður hverft við.
Nýfædd börn geta synt á svip-
aðan hátt og fiskar, en þessi
hæfileiki hverfur eftir nokkra
mánuði. Þessi viðbrigði öll sýna
ljóslega, að nútímabörnin eru
lík börnum úr grárri forneskju,
sem syntu, krepptu hendurnar
utan um trjágreinar, svo að þau
hröpuðu ekki, og hrukku í kút
við einkennileg hljóð.
Börn virðast ekki sjá mikið,
þegar þau depla augunum við
skæru ljósi fæðingarstofunnar
eða þegar þau láta augun reika
í hálfrökkri barnastofunnar.
Þetta er í fullu samræmi við
það, sem menn hafa lært við at-
hugun sjónfæranna.
Þegar barn fæðist, er net-
himnan í augum þess að vísu
mynduð, en guli bletturinn svo-
nefndi, þar sem sjónin er skörp-
ust, hefir enn ekki skapazt til
fulls. Það, sem ber fyrir augu
barnsins, er sennilega litlaust og
óljóst, en skýrist smá saman,
eftir því sem nethimnan þrosk-
ast, unz hún er fullmynduð, þeg-
ar barnið er orðið sextán vikna
gamalt.
Nýfætt barn á líka að öðru
leyti erfitt með að nota augun
til fullnustu. Taugarnar, sem
tengja þau við heilann, eru ekki
fullmyndaðar fyrr en eftir tíu
vikur og eru því ekki færar um
að flytja sjónáhrifin truflana-
laust. Taugar þær og vöðvar,
sem stjórna aðlögun augasteins-
ins, samhæfast heldur ekki vel
fyrr en eftir nokkra mánuði.
Þetta veldur því, að ungbörn
hafa flöktandi augnaráð og virð-
ast rangeygð. Foreldrar þurfa
því ekki að verða óttaslegnir, þó
að börn yngri en sex mánaða
séu dálítið rangeygð. Þegar eftir
fyrsta mánuðinn, löngu áður en
guli bletturinn á nethimnunni
hefir myndazt, tekur barnið að
horfa svo mjög á andlit móður
sinnar, að hún er viss um, að
það sé búið að fá fulla sjón.
Nokkrum dögum seinna fylgir
það ljósi með augunum og lítur
við, ef það heyrir hljóð. Sjón og
heyrn taka framförum, og jafn-
framt eykst þroski vöðvanna í
augum og hálsi, sem tengdir
eru þessum skynjunum.
Eftir tvo mánuði fer barnið
að þekkja alla þá hluti, sem eru
í návist þess. Þegar það er orðið
5*