Úrval - 01.02.1943, Page 37

Úrval - 01.02.1943, Page 37
ÓFÆDD BÖRN OG NÝFÆDD 35 hann sé í fullu gildi enn þann dag í dag. Þessi viðbrigði eru eitt af því fáa í hátterni ung- barna, sem hverfur eftir nokkra mánuði, enda þótt megi greina leifar þeirra meðal fullorðinna, þegar þeim verður hverft við. Nýfædd börn geta synt á svip- aðan hátt og fiskar, en þessi hæfileiki hverfur eftir nokkra mánuði. Þessi viðbrigði öll sýna ljóslega, að nútímabörnin eru lík börnum úr grárri forneskju, sem syntu, krepptu hendurnar utan um trjágreinar, svo að þau hröpuðu ekki, og hrukku í kút við einkennileg hljóð. Börn virðast ekki sjá mikið, þegar þau depla augunum við skæru ljósi fæðingarstofunnar eða þegar þau láta augun reika í hálfrökkri barnastofunnar. Þetta er í fullu samræmi við það, sem menn hafa lært við at- hugun sjónfæranna. Þegar barn fæðist, er net- himnan í augum þess að vísu mynduð, en guli bletturinn svo- nefndi, þar sem sjónin er skörp- ust, hefir enn ekki skapazt til fulls. Það, sem ber fyrir augu barnsins, er sennilega litlaust og óljóst, en skýrist smá saman, eftir því sem nethimnan þrosk- ast, unz hún er fullmynduð, þeg- ar barnið er orðið sextán vikna gamalt. Nýfætt barn á líka að öðru leyti erfitt með að nota augun til fullnustu. Taugarnar, sem tengja þau við heilann, eru ekki fullmyndaðar fyrr en eftir tíu vikur og eru því ekki færar um að flytja sjónáhrifin truflana- laust. Taugar þær og vöðvar, sem stjórna aðlögun augasteins- ins, samhæfast heldur ekki vel fyrr en eftir nokkra mánuði. Þetta veldur því, að ungbörn hafa flöktandi augnaráð og virð- ast rangeygð. Foreldrar þurfa því ekki að verða óttaslegnir, þó að börn yngri en sex mánaða séu dálítið rangeygð. Þegar eftir fyrsta mánuðinn, löngu áður en guli bletturinn á nethimnunni hefir myndazt, tekur barnið að horfa svo mjög á andlit móður sinnar, að hún er viss um, að það sé búið að fá fulla sjón. Nokkrum dögum seinna fylgir það ljósi með augunum og lítur við, ef það heyrir hljóð. Sjón og heyrn taka framförum, og jafn- framt eykst þroski vöðvanna í augum og hálsi, sem tengdir eru þessum skynjunum. Eftir tvo mánuði fer barnið að þekkja alla þá hluti, sem eru í návist þess. Þegar það er orðið 5*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.