Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL,
það í ljós, þegar Titus Oates
færði sig úr plöggunum, að hann
var illa kalinn á tánum. Þriðja
áfallið kom í nótt, þegar tók
að hvessa og snjóa. Frostið
komst upp fyrir 40°, og við
vorum hálfan annan klukkutíma
að komast í stígvélin, en við
komumst þó af stað fyrir klukk-
an átta. Færðin er afleit og dag-
leiðin varð aðeins 5l/> míla.
Ástandið er mjög alvarlegt, af
því að bersýnilegt er, að við
þolum ekki miklar tafir, og við
þjáumst mjög af kulda.
Laugardagur, 3. marz. Útlitið
í morgun verra en nokkru sinni
fyrr. Færðin verri en tali tekur.
Víst er um það, að við getum
ekki haldið lengi áfram að
óbreyttu, guð hjálpi okkur.
Okkar á milli erum við glaðir og
hressir, en hvernig hverjum ein-
stökum er innanbrjósts, veit
enginn. Það gengur erfiðlegar
með hverjum degi að komast í
stígvélin og spáir það ekki góðu.
Mánudagur, 5. marz. Ástand-
ið stöðugt versnandi, því miður.
Höfðum hliðarvind í gær eftir
hádegi. Áfanginn fyrir hádegi
aðeins 3 l/> míla, en dagleiðin öll
9 mílur. Drukkum einn bolla af
kakó og borðuðum þurrkað kjöt,
aðeins ylvolgt. Áhrifin augljós,
einkum á Oates, sem stöðugt
kelur meira á fótunum.
Þriðjudagur, 6. marz. Sólskin
og logn. Oates getur ekki dregið
sleðann sinn, en situr á honum
á meðan við leitum að slóð'nni.
Hann ber sig eins og hetja.
Hann hlýtur að hafa miklar
kvalir í fótunum. Hann kvartar
ekki, en glaðværð hans kemur
nú aðeins í kviðum.
Miðvikudagur, 7. marz. Enn
sígur á ógæfuhlið. Oates var
afleitur í öðrum fætinum í morg-
un, en hann kvartar ekki. Við
tölum enn þá um, hvað við ætl-
um að gera, þegar við komum
heim ....
Fimmtudagur, 8. marz. —
Ástandið á morgnana stöðugt
versnandi. Vonlaust er níi orðið
um annan fót Oates, og það tek-
ur æ lengri tíma að komast í
stígvélin. I morgun fórum við
4y2 mílu og erum nú 8V> mílu
frá forðabúrinu. Það er hlægi-
legt, að slíkur smáspotti skuli
vaxa okkur í augum, en við vit-
um, að í svona færð er dagleiðin
ekki nema helmingur þess, sem
vant er.
Laugardagur, 10. marz. Enn
hallar undan fæti. Oates fer
hraðversnandi í fætinum. Kjark-
ur hans er óbilaður og þó hlýtur