Úrval - 01.02.1943, Side 95
BBZT VAXNI MAÐUR I HEIMI
93
metrar í ummál. Mitti Atlas er
80 sentímetrar. Háls hans er
aðeins 42,5 sentímetrar og hann
verður dapur í bragði, þegar
hann hugleiðir það, hversu
grannur hálsinn er í raun og
veru.
Atlas fæddist á Suður-ítalíu
og heitir réttu nafni Angelo
Siciliano. Hann ólzt upp í Brook-
lyn og var lengi hin mesta
hryggðarmynd. Mynd, sem var
tekin af honum litlu eftir ferm-
ingu, sýnir renglulegan dreng,
fjörlausan og úrræðalausan.
Fólk, sem átti heima í nágrenni
við hann, man vel eftir því, að
hann var undarlega veikbyggð-
ur. Það er því ekkert ranghermi
hjá Atlas, þegar hann segir
í tímaritsauglýsingum sínum:
,,Ég var einu sinni vesalingur,
sem vóg aðeins 97 pund.“
Þegar Angelo var sextán ára
gamall, vildi einu sinni svo til,
að hann kom í listasafnið í
Brooklyn. Þar kom hann auga
á styttu af Herkúles. Hann varð
alveg frá sér numinn. Viku síð-
ar byrjaði hann æfingar í leik-
fimihúsi, sem K.F.U.M. átti og
hamaðist eins og vitfirringur.
Hann reyndi allar venjulegar
æfingar, en varð ekki fylilega
ánægður. „Það vantaði eitthvað
á,“ segir hann nú. Hann komst
að því dag einn, þegar hann var
á gangi í dýragarðinum í Bronx.
,,Já,“ segir hann, „ég stóð fyrir
framan ljónabúrið, þegar sá
gamli stendur allt í einu á fætur
og fer að teygja sig. Það kom
svo mikil hreyfing á vöðvana,
að það var eins og kanína væri á
harðaspretti undir gólfábreiðu.
Þá sagði ég við sjálfan mig:
„Hefir þessi karl nokkra leik-
fimikennara? Nei, herra minn.
Hann heitir bara einum vöðva
gegn öðrum.“ Þannig varð
Atlas-aðferðin til.
Siciliano hinn ungi fór að
beita vöðvum sínum hverjum
gegn öðrum á allan hugsanlegan
hátt. Hann „stofnaði til reip-
dráttar“ milli handanna, greip
utan um höfuð sitt og reyndi
að sveigja það niður á bringu,
jafnframt því, sem hann beitti
kröftum hálsvöðvanna á móti.
Stundum var hann búinn að
hnýta handleggjunum og fótun-
um svo saman, að hann gat
varla greitt úr flækjunni aftur.
En er tímar liðu fram lærðist
honum, hvaða vöðva væri bezt
að æfa saman, til þess að árang-
ur yrði sem beztur og það or-
sakaði sem minnst óþægindi.
Hann var alltaf að æfa sig,