Úrval - 01.02.1943, Síða 82
80
ÚRVAL
Þetta er ekki skemmtilegur
vitnisburður um það, hvernig
lifnaðarháttum okkar er komið.
En við erum þó ekki alveg var-n-
arlausir, segir próf. Brekhus.
Menn hafa árum saman lagt
verðskuldaða áherzlu á að
vernda tennurnar með því að
bursta þær og hreinsa, og koma
á þann hátt í veg fyrir tann-
skemmdirnar, sem þjá 99 af
hundraði af hinum siðmenntuðu
þjóðum. En það má alltaf ræða
☆
um það, hversu mikið gagn það
hafi gert.
En ef sama hirðusemi væri
höfð á að fara til tannlæknis
með reglulegu millibili, þá mundi
það koma að miklu meira gagni.
Tannlæknirinn getur fundið litl-
ar skemmdir, áður en þær fá
tíma til að búa um sig og gert
við þær á fáeinum mínútum. Á
þann hátt er hægt að koma í
veg fyrir skemmdir, áður en
þær verða að verulegu meini.
☆
Meinlegur misskilningur.
Barón von Steuben var eitt sinn viðstaddur herkönnun í Valley
Forge. Baróninn kunni lítið í ensku og ávarpaði hermennina því
á þýzku. Amerísku liðsforingjarnir komust brátt að því, að hann
spurði aðeins þriggja spurninga og alltaf í sömu röð. I fyrsta
lagi: „Hve gamall eruð þér?“ I öðru lagi: ,,Hve lengi hafið þér
gegnt herþjónustu ?“ Og í þriðja lagi: „Hvor okkar er betri her-
maður, þér eða ég?“ Á þessum grundvelli kenndu liðsforingjarnir
hermönnunum þrjú svör á þýzku, í réttri röð. T. d.: „Fiinf und
dreizig Jahre“ (35 ára) við fyrstu spurningunni, „Vier Jahre“
(4 ár) við annarri og „Alle Beide“ (báðir) við þeirri þriðju.
Stuttu seinna ávarpaði von Steuben gamlan og gráhærðan
hermann á þýzku og spurði:
„Hve lengi hafið þér gegnt herþjónustu ?“
„Fiinf und dreizig Jahre“, var svarið.
Von Steuben virtist hissa, en hélt áfram á þýzku: „35 ár! Hve
gamlir eruð þér þá?"
„Vier Jahre," svaraði hermaðurinn sigri hrósandi.
Von Steuben skildi nú hvorki upp né niður. „Fjögra ára!“
sagði hann, enn á þýzku, „og þér hafið gegnt herþjónustu í 35
ár! Hvor okkar er vitlaus?"
Hermaðurinn vissi, að þstta var síðasta spurningin og hrópaði
dauðfeginn: „Alle Beide, hershöfðingi!"