Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 129
HENDUR HINS KROSSFESTA
127
sig endurtaka orðið: — Skiljan-
legt.
— Já, sagði maðurinn, — en
við munum einhvern veginn
krafsa okkur fram úr því. Við
höfum verið í útlegð áður. Hann
talaði rólega, en þó með ofur-
litlum valdsmannshreim. Þegar
liðsforinginn svaraði ekki, greip
hann annarri hendi í tauma asn-
ans. Asninn gekk áfram fáein
skref og barnið bærði á sér.
Liðsforinginn sneri sér við og
sá í andlit barnsins, og það bað-
aði út höndunum í bjarma sól-
arlagsins.
— Ef liðsforingjanum þókn-
ast . . . sagði kuldaleg rödd við
eyra honum. Það var rödd nor-
ræns liðþjálfa.
— Liðsforingjanum þóknast
ekki, sagði liðsforinginn. Hann
kinkaði kolli til mannsins: —
Þið megið halda áfram.
— En, liðsforingi . . . sagði
kuldalega röddin.
— Hundur og svín, hreytti
liðsforinginn úr sér. — Eigum
við að vanrækja skipanir Leið-
togans fyrir grátt asnahræ?
Skipanin hljóðar svo: „Allir
verða að vera komnir úr landi
fyrir sólsetur." Lofið þeim að
fara. Þér sendið mér skýrslu í
fyrramálið, liðþjálfi!
Hann sneri sér hvatlega á
hæli, gekk beina leið til skýlis
síns og leit ekki við. Franz,
þjónninn hans, kom inn skömmu
seinna og fann liðsforingjann
sitjandi á stóli.
— Ef liðsforinginn vildi nú
þiggja örlítinn dropa af brenni-
víni, sagði hann auðmjúkur.
— Liðsforinginn er búinn að
fá nóg af brennivíni, sagði liðs-
foringinn hárri, rámri röddu. —
Hefir skipunum mínum verið
hlýtt?
— Já, liðsforingi.
— Horfðu þau um öxl?
— Nei, liðsforingi.
Liðsforinginn þagði stundar-
korn, en skyndilega sá hann það
aftur, Fordæmda fólkið, tvístrað
út um öll lönd — þá, sem höfðu
farið um veginn hans og þá, sem
höfðu stigið á skipsfjöl í hafn-
arborgunum. Þetta var mesti
fjöldi, og við því var að búast.
En þetta fólk fór ekki allslaust,
eins og hann hafði álitið, því að
með sérhverju þeirra fór sví-
virðingin. Og það var ekki sví-
virðing þessa fólks, þótt það
bæri hana með sér líkt og sýni-
lega byrði. Það var svívirða
þeirrar þjóðar, sem hafði hrak-
ið þetta fólk úr landi —
svívirða hans eigin þjóðar.