Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 49
Kaflar úr dagbók R. F. Scott líapteins, sem lýsa
átakanlegri baráttu við kulda og hungur.
Síðasta gangan.
Úr bókinni „The Golden Book“.
| NÖVEMBER 19X1 hóf Scott sleða-
ferð sína til Suðurpólsins. Vega-
lengdin var 800 mílur hvora leið, yfir
ís og snjó. Hjálparsveitir með klunna-
lega vélsleða og hundaæki fóru á
undan. Á eftir kom Scott og félagar
hans með matvæli og annan útbúnað
á sleðum, sem smávöxnum hestum
var beitt fyrir. Vélsleðarnir biluðu
fljótlega. Hestarnir þoldu illa kuld-
ann og að lokum voru þeir allir
skotnir og notaðir sem hundafæða.
Birgðum var komið fyrir á leiðinni
með vissu millibili til notkunar á
heimleiðinni.
Þegar komið var að jökulrótunum,
voru hundarnir sendir til baka, og
þrír hópar lögðu á jökulinn með sleð-
ana í eftirdragi. Þegar upp var kom-
ið, voru þeir dugminnstu látnir snúa
við, og þegar komið var miðja vegu
milli hájökulsins og pólsins, var ann-
ar hópur sendur heim. Scott hélt
áfram með fjórum hraustustu félög-
um sinum: Oates kapteini, Wilson
lækni og liðsforingjunum Bowers og
Evans.
Þeir komu til pólsins 18. janúar, en
uppgötvuðu þá, að Amundsen hafðl
orðið á undan þeim. Vonsviknir lögðu
þeir af stað í hina hættulegu heim-
ferð. „Við höfum snúið bakinu að
hinu langþráða marki okkar,“ skrifar
Scott í dagbókina, ,,og bíður okkar
nú 800 mílna erfið leið — og farið
vel allir mínir glæstu dagdraumar!"
I AUGARDAGUR, 27. janúar,
^ Leið okkar lá, fram að há-
degi, yfir sífelda snjóskafla. Til
að sjá var það eins og úfinn
sjór. Við Wilson fórum á undan
á skíðum, en hinir komu gang-
andi á eftir. Það var mjög erfitt
að rekja slóðina .. .
Svefnpokarnir okkar verða
rakari með hverjum degi og
matarskorturinn er farinn að
hafa áhrif á okkur, hægt en bít-
andi. Það yrði mikill munur, ef
hægt væri að auka matar-
skammtinn, einkum um hádeg-
ið. Ef við komumst til næsta
forðabúrs í nokkrum áföngum
(þangað eru nú tæpar 60 mílur
og við eigum fullan vikuforða),
ættum við að geta aukið
skammtinn eitthvað, en við get-