Úrval - 01.02.1943, Side 32
30
ÚRVAL
fyrsta hliðarstaginu, þar sem
hann hafði gert ráð fyrir að
nema staðar og ná góðu jafn-
vægi aftur, hékk það slakt nið-
ur. Einhver hafði skorið á það
við jarðfestu þess. Blondin hélt
þó jafnvæginu, jók hraðann enn
og hélt að næsta hliðarstagi,
sem var traust. Þar steig Colcord
aftur niður. Að lokum komust
þeir að bakkanum, þar sem
áhorfendur biðu með öndina í
hálsinum og sumir hágrátandi.
40 árum seinna skrifaði Col-
cord: „Hugsunin um þennan dag
liggur enn á mér eins og mara.
Enn sé ég bakkana dökka af
fólki og horfi niður í iðandi ána
langt niðri. Ég finn, hvernig
Blondin riðar, þegar skríllinn
reynir að setja okkur út úr jafn-
vægi og hann hleypur allt hvað
af tekur, því um lífið er að tefla.
Þegar ég minnist alls þessa, fer
um mig kaldur hrollur."
Blondin uppskar ávöxt fífl-
dirfsku sinnar fyrir alvöru, þeg-
ar hann kom aftur til Evrópu.
Krystalshöllin í London var
troðfull í langan tíma, meðan
hann sýndi þar listir sínar á
línu í 170 feta hæð frá gólfi.
Að lokum missti hann aleigu
sína í hendurnar á fjárglæfra-
manni. Árið 1896, þá 72 ára að
aldri, lék hann listir sínar á línu
í Belfast, gekk á stiklum og
stökk heljarstökk. Árið eftir
andaðist hann — á sóttarsæng.
Margir urðu til að leika eftir
Blondin listir hans, og sumir
hófust handa jafnvel áður en
hann var hættur. Árið 1860 fór
Signor Ballini yfir strenginn á
slakri línu með poka á fótunum.
Hann bar líka mann á bakinu.
1865 fór Ameríkumaðurinn
Harry Leslie yfir gljúfrin á
kaðli. Kona, að nafni María
Spelterini, fór árið 1876 yfir á
kaðli, sem var 2 þumlungar að
þvermáli. Seinna fór hún aftur
með hendur og fætur bundnar.
Englendingurinn Matthew
Webb, höfuðsmaður, er einstak-
ur í röð þeirra, sem hafa reynt
sig við Niagara, sakir hugrekk-
is síns. Hann var góður sund-
maður og hafði synt yfir Erm-
arsund. Árið 1883 gaf hann til
kynna, að hann ætlaði ti1 Ame-
ríku í þvi skyni að synda yfir
hringiðuna. Skammt fyrir neð-
an fossana rennur áin í þrengsl-
um, aðeins 400 feta breiðum,
þar sem þau eru mjóst. Straum-
hraðinn er allt að 40 mílur á
klukkustund. Enn neðar er svo
hið fræga iðukast, 40 ekrur að
flatarmáli. Hlutir, sem lenda