Úrval - 01.02.1943, Side 25
Rannsóltnir á krabbameini leiða til uppgötvunar
á sannnefndum töfrasmyrslum við brunasárum.
Leyndardómur líísfrumunnar.
Grein úr „Scientific American",
eftir Lois Mattox Miiier.
npHOMAS Walsh, læknir við
* Mercy Hospital í Chicago
var að halda fyrirlestur á fjöl-
mennum læknafundi. Með fyrir-
lestrinum sýndi hann skugga-
myndir af konu, sem hafði hlot-
ið hræðileg brunasár við spreng-
ingu, er varð í olíuofni. I aug-
um læknanna, sem á horfðu,
virtust sárin tvímælalaust ban-
væn. En myndirnar sýndu ann-
að. Þær birtu útlit sáranna dag
frá degi. Við meðferð þeirra
voru notuð ný smyrsl. Áhorf-
endunum til mikillar undrunar
mátti sjá á myndunum vísa af
nýjum vefjamyndunum hér og
þar í brunasárunum, á þriðja
degi. Dag frá degi urðu þessar
nýmyndanir stærri og á tiltölu-
lega mjög skömmum tíma voru
öll sárin gróin, án þess að naum-
ast sæist nokkurt ör. Og allan
þennan tíma hafði konan ekki
haft neinar kvalir.
Walsh læknir lauk máli sínu
með þessum orðum: „Þessi at-
burður var mér enn dýrmætari
en ráða má af myndunum, því
að konan, sem brenndist, er ná-
skyld mér.“
Sá, sem hafði uppgötvað þessi
dásamlegu smyrsl, heitir George
Sperti, læknir, og var þetta í
fyrsta skipti, sem þessi upp-
götvun hans hlaut opinbera við-
urkenningu lækna.
Skömmu áður en þetta var,
bar það við á rannsóknarstofu
Sperti læknis að sprenging varð
við etervinnslu og hlaut ein af
starfsstúlkum hans alvarleg
brunasár. Starfssystkini henn-
ar gripu til þess ráðs að bera
smyrsl, sem þau notuðu í til-
raunaskyni við krabbameins-
rannsóknir, á sárin. Af ein-
hverjum orsökum, sem enginn
hefir ennþá getað skýrt, hvarf
allur sársauki samstundis og
sárin gréru án þess að nokkur
ör sæust eftir.