Úrval - 01.02.1943, Síða 88
86
ÚRVAL
smækkað eftir vild, en vasaklút-
urinn haldi sinni eðlilegu stærð.
Lengi vel er klúturinn fyrir yður
sem ört stækkandi, hvít, sam-
felld breiða. En smámsaman fer
breiðan að greiðast í sundur og
áður en varir standið þér á ein-
um þræðinum í vefnaði klútsins.
Brátt verðið þér var við, að
þráðurinn er settur saman úr
fjölda fínni þráða, og að á milli
þeirra er talsvert bil, svo að þér
verðið að gæta yðar að detta
ekki niður á milli þeirra. Imynd-
ið yður nú, að þér minkið með
leifturhraða langt niður fyrir
það, sem sjáanlegt er með ber-
um augum. Áður en varir svífið
þér þá um víðáttumikinn geim
innan um hnetti, sem líkjast plá-
netum, sólum og tunglum og
eru á geipilegri ferð. Þér eruð
nú staddur í heimi frumeind-
anna.
Hver frumeind er sennilega
eitthvað í líkingu við óendan-
lega lítið sólkerfi. Það er sam-
ansett úr kjarna, sem svarar til
sólar, og enn smærri rafeindum,
sem snúast í kringum kjarnann
eins og reikistjörnur um sól.
Kjarninn sjálfur er ekki sam-
felld heild. Hann er samsettur
úr svonefndur prótonum og
neindum (neutrónum). Próton-
urnar eru hlaðnar viðlægu (posi-
tívu) rafmagni, en elektrónurn-
ar eru hlaðnar frálægu (nega-
tívu) rafmagni, en neindirnar
eru órafmagnaðar.
I einum dropa af vatni eru svo
margar frumeindir, að þótt
alhr íbúar jarðarinnar gerðu
ekki annað en að telja þær dag
og nótt, mundu þeir vera 10.000
ár að því.
Það tæki, sem mestri byltingu
hefir valdið á sviði frumeinda-
rannsóknanna, er hinn svo-
nefndi cyclotron, sem aðallega
er verk hins glæsilega unga vís-
indamanns, Ernest D. Lawrence
og aðstoðarmanna hans við há-
skólann í Californíu.
Starfsemi cyclotronsins er
venjulega lýst sem „atom-
sprengingu“, en það gefur ekki
rétta hugmynd um hana, því að
það er alls ekki um raunveru-
lega eyðileggingu eða spreng-
ingu að ræða. Cyclotroninn end-
urbyggir raunverulega frum-
eindina, breytir henni í frumeind
annars efnis, eða klífur hana í
tvær frumeindir með gerólíkum
eiginleikum. I cyclotroninum er
sífelldur straumur af rafeind-
um, sem leysa úr sambandi
kjarna í vatnsefnisfrumeindum.
Fyrir aðdráttarafl voldugs raf-