Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 128
126
ÚRVAL
Hendur hins krossfesta.
Framh. frá bls. 112.
fallið. En konan hafði blíðleg og
viðkvæmnisleg augu. Barnið
var sveipað tötrum. Þau hefðu
átt að leggja fyrr að stað, þessir
fábjánar. Maðurinn var þrek-
lega vaxinn.
Hann stóð fyrir framan þau,
óaðfinnanlegur hermaður: —
Jæja, sagði hann — kunnið þið
ekki reglurnar? Það má ekki
fara með neinn búpening yfir
landamærin. Voruð þið ekki
rannsökuð á eftirhtsstöðinni ?
(Þokkalega gera þeir gys að
mér, þegar ég get þess í skýrsl-
unni til höfuðstöðvanna, að ég
hafi gert upptækan einn asna,
hugsaði hann sárgramur. — Við
höfum getað látið sem við sæj-
um ekki hænurægsnin, en nú
kastar tólfunum. Hvað eru þeir
að hugsa, þarna á eftirlitsstöð-
inni? Jæja, greyin eru orðin
þreytt líka, en nú verð ég að
taka rögg á mig.)
Hann varð valdsmannlegur í
málrómi — hjá því varð ekki
komizt, þau horfðu svo einfeldn-
islega á hann. — Svarið mér!
sagði hann. — Þekkið þið ekki
liðsforingja, þegar þið standið
frammi fyrir honum?
— Við erum langt að komin,
sagði maðurinn lágróma og auð-
mjúkur. — Við vissum, að barn-
inu var hætta búin og við reynd-
um að flýta okkur. Megum við
fara ? Röddin var bljúg, en aug-
un stór og dökk, andlitið þreytu-
legt og rúnum rist. Hann hall-
aði sér fram á stafinn sinn, eins
og gamall bóndi. Konan þagði
þunnu hljóði og það var ekki
hægt að sjá, að henni lægi neitt
á hjarta. Hún sat á baki gráa
asnans og barnið í fangi henn-
ar var líka þögult, enda þótt það
bærði ofurlítið á sér.
Liðsforinginn reyndi að vera
fljótur að átta sig. Reyndar
voru þetta allra síðustu eftir-
legukindurnar. En allt hring-
snerist í höfðinu á honum. Það
kom af þreytunni. Það ætti þó
ekki að vera ofvaxið liðsfor-
ingja að skipa fyrir.
Hann heyrði sjálfan sig segja
alúðlega: — Þið eruð aðeins
þrjú, er ekki svo?
— Aðeins þrjú, sagði maður-
inn og horfði á liðsforingjann
einfeldnislegum augum. —- En
okkur var sagt, að barninu væri
hætta búin, svo að við gátum
ekki beðið lengur. Við gátum
alls ekki beðið lengur.
— Skiljanlegt, sagði liðsfor-
inginn. Og hann heyrði sjálfan