Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 33
OFURHUGAR NIAGARA
31
þar, hringsnúast oft klukku-
stundum saman, án þess að fólk
á bakkanum geti náð til þeirra;
oft sogast þeir í kaf, en koma
svo aftur í Ijós miklu neðar í
ánni.
Webb höfuðsmaður hikaði
ekki. Hann steypti sér ut og
stefndi um stund á bakkann
hinum megin, á meðan straum-
urinn bar hann niður eftir ánni.
Allt í einu reið alda að honum,
og hann hvarf í djúpið. 4 dög-
um síðar fannst lík hans stór-
skaddað 7 mílum neðar.
Lögregluþjóni í Boston, Bill
Kendall að nafni, heppnaðist að
synda yfir strenginn 1886, en
hann var með björgunarbelti úr
korki.
Það var Carlisle O. Graham,
sem fyrst datt í hug að fara yfir
straumfallið í tunnu og gerði
hann það á öndverðum áttunda
tug' átjándu aldarinnar. 1
fimmta skiptið lenti tunnan í
hringiðunni og snerist i sífellu
í margar klukkustundir. Að lok-
um heppnaðist mönnum á bakk-
anum að snara tunnuna, en þá
var Graham meðvitundarlaus og
lá við köfnun. Hann reyndi þetta
aldrei aftur.
Nokkrir léku þetta eftir hon-
um. Leikkonan Maud Williams
fór með hundinn sinn með sér.
Tunna hennar lenti í hringiðunni
og snerist þar í 5 klukkustundir.
Loks þegar náðist í hana og hún
var opnuð hljóp hundurinn lif-
andi úr henni, en konan var
dáin.
Hámark fífldirfskunnar er
förin niður sjálfa fossana.
Þrennt hefir þó lagt í hana og
komizt lífs af. Fyrst fór frú
Annie E. Taylor, sem var skóla-
kennari, árið 1901. Hún hafði
látið útbúa eftir sinni fyrirsögn
fóðraða tunnu með ólum til þess
að halda sér í skorðum og steðja
sem undirstöðu, svo að tunnan
ylti sem minnst. Hún lagði af
stað mílu vegar fyrir ofan foss-
ana. Þegar fram á brúnina kom,
féll tunnan 170 fet niður í hina
ólgandi froðu, og síðan sást
ekkert til hennar, fyrr en hún
var komin mörg hundruð fetum
neðar. Þegar tunnan náðist,
kom í ljós, að frú Taylor var
mjög limlest. Hún hafði áform-
að að sýna sig og tunnuna fyrir
peninga, en hún græddi lítið á
því, og dó að lokum á fátækra-
hæli.
Bobby Leach fór niður foss-
ana í stáltunnu árið 1911. Báðar
hnéskeljar hans og annar kjálk-
inn brotnuðu. Hann náði fullri