Úrval - 01.02.1943, Side 54
52
ÚRVAL
ar tærnar á hægra fæti á mér
hafa kalið af. Líðan Bowers er
skárst, en það er þó ekki af
miklu að státa.
Mánudagur, 19. marz. Okkur
tókst með erfiðismunum að
tjalda í gærkvöldi og okkur var
hræðilega kalt fram að kvöld-
mat. Við borðuðum kalt, þurrk-
að kjöt, kex og hálfa tinkönnu
af kakó, sem soðið var yfir
spritti, og móti öllum vonum
hitnaði okkur og sváfum við vel
um nóttina. f morgun lögðum
við af stað eins og venjulega.
Sleðarnir eru hræðilega þungir
í taumi. Við höfum mat til
tveggja daga og eldsneyti til
tæplega eins dags. Við erum
allir orðnir slæmir í fótunum —
Wilson er skárstur, hægri fót-
urinn á mér verstur, sá vinstri
óskemmdur ....
Miðvikudagur, 21. marz. Kom-
umst í ellefu mílna fjarlægð frá
forðabúrinu á mánudagskvöld;
urðum að halda kyrru fyrir í
allan gærdag vegna veðurs. Von-
daufir í dag.
Fimmtudagur, 22. og 23.
marz. Bylurinn jafn glórulaus
og áður — eldsneytið þrotið og
matur í aðeins einn eða tvo daga
— varla langt að bíða úrslit-
anna. Höfum ákveðið að bíða
ekki dauðans, heldur halda
áfram í áttina til forðabúrsins,
á meðan við getum staðið uppi.
Fimmtudagur, 29. marz. Síð-
an 21. hefir verið iðulaus stór-
hríð. Þann 20. höfðum við nægi-
legt eldneyti til að hita tvo bolla
af tei á mann og mat til tveggja
daga. Á hverjum degi höfum
við verið reiðubúnir til að leggja
af stað til forðabúrsins, sem er
aðeins ellefu mílur í burtu, en
fyrir utan tjalddyrnar er glóru-
laus bylur. Ég held, að við get-
um ekki vænzt neins betra úr
þessu. Lokastundin getur ekki
verið langt undan.
Mér þykir það leitt, en held,
að ég geti ekki skrifað meira.
R. Scott.
(Wilson og Bowers fundust í
svefnpokum sínum, var lokan
yfir höfðinu eins og þeir hefðu
dáið í svefni.
Scott dó seinna. Hann hafði
kastað aftur lokunni á svefn-
poka sínum og fráhneppt treyj-
una. Taskan, með vasabókunum
þrem, fannst undir herðum
hans, og annan handlegginn
hafði hann lagt yfir um Wilson.
Þannig fundust þeir átján mán-
uðum seinna.)