Úrval - 01.02.1943, Síða 110

Úrval - 01.02.1943, Síða 110
108 ÚRVAL an mann annan. Hann hafði líka furðað sig á því, að sjá vísinda- manninn milli tveggja þjáninga- bræðra hans, sem leiddu hann, og þurfa að viðurkenna þá stað- reynd, að hann væri búinn að missa vitið. En þessar sýnir hurfu allar í ryki vegarins, hinu þétta ryk- skýi, sem mjakaðist eftir veg- inum. Rykið þyrlaðist ofan í hálsinn á manni, og það var erfitt að skola því burtu jafn- vel með brennivíni. Það lá í þykkum lögum á bögglunum og pinklunurn, sem hinir Fordæmdu höfðu meðferðis. í sumum var klukka, sem ennþá tifaði, í öðr- um gulrætur. Bögglarnir lágu á litlum handvögnum, sem sumir karlmannanna ýttu á undan sér — þessir fátæklegu munir, sem fólk hafði hrifsað með sér í dauðans ofboði, þegar það var að flýja brennandi hús sín. Ryk- ið gaus upp, þyrlaðist og lagðist eins og þykk skán á andlit manns, föt og farangur. Jafnvel á nóttunni, þegar leitarljósin lýstu umhverfið, hékk rykið yfir veginum. Og um svefninn var það að segja — jæja, menn sváfu, þegar menn gátu. Fáeina klukkutíma eftir miðnættið, meðan hinir Fordæmdu sváfu í hnipri fram með veginum. En hann mundi ekki, nema fyrsta kvöldið, þegar Franz dró af hon- um skóna. Menn hans höfðu staðið sig ágætlega, dásamlega; þeir höfðu verið óþreytandi. Auðvitað var það að þakka hinum mikla Leið- toga Ríkisins, en samt ætlaði hann að geta þess í skýrslunni sinni. Þeir höfðu alltaf haldið rekstrinum áfram. Framkoma þeirra hafði verið samkvæmt skipununum — engar refsingar, hversu mjög sem þær voru verð- skuldaðar — aðeins kuldaleg fyrirlitning, eins og hinir For- dæmdu væru ekki til. Auðvitað höfðu þeir stundum gert að gamni sinu. Ekki var hægt að ásaka þá fyrir það —• og sumir atburðirnir höfðu verið einkar hlægilegir. Ein konan hafði haft hænu í fórum sínum. Auðvitað hafði hún ekki mátt halda hæn- unni. Þeir hefðu átt að taka hana af henni á eftirlitsstöðinni. En konan hafði verið svo hlægi- leg, þar sem hún hélt hágrát- andi í stélið á hænunni. Já, vissulega myndi hann fara lofsamlegum orðum um menn sína í skýrslunni. Sérstaklega myndi hann geta um hljóm- sveitarmennina — þeir höfðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.