Úrval - 01.02.1943, Page 110
108
ÚRVAL
an mann annan. Hann hafði líka
furðað sig á því, að sjá vísinda-
manninn milli tveggja þjáninga-
bræðra hans, sem leiddu hann,
og þurfa að viðurkenna þá stað-
reynd, að hann væri búinn að
missa vitið.
En þessar sýnir hurfu allar
í ryki vegarins, hinu þétta ryk-
skýi, sem mjakaðist eftir veg-
inum. Rykið þyrlaðist ofan í
hálsinn á manni, og það var
erfitt að skola því burtu jafn-
vel með brennivíni. Það lá í
þykkum lögum á bögglunum og
pinklunurn, sem hinir Fordæmdu
höfðu meðferðis. í sumum var
klukka, sem ennþá tifaði, í öðr-
um gulrætur. Bögglarnir lágu á
litlum handvögnum, sem sumir
karlmannanna ýttu á undan sér
— þessir fátæklegu munir, sem
fólk hafði hrifsað með sér í
dauðans ofboði, þegar það var
að flýja brennandi hús sín. Ryk-
ið gaus upp, þyrlaðist og lagðist
eins og þykk skán á andlit
manns, föt og farangur. Jafnvel
á nóttunni, þegar leitarljósin
lýstu umhverfið, hékk rykið yfir
veginum. Og um svefninn var
það að segja — jæja, menn
sváfu, þegar menn gátu. Fáeina
klukkutíma eftir miðnættið,
meðan hinir Fordæmdu sváfu
í hnipri fram með veginum. En
hann mundi ekki, nema fyrsta
kvöldið, þegar Franz dró af hon-
um skóna.
Menn hans höfðu staðið sig
ágætlega, dásamlega; þeir höfðu
verið óþreytandi. Auðvitað var
það að þakka hinum mikla Leið-
toga Ríkisins, en samt ætlaði
hann að geta þess í skýrslunni
sinni. Þeir höfðu alltaf haldið
rekstrinum áfram. Framkoma
þeirra hafði verið samkvæmt
skipununum — engar refsingar,
hversu mjög sem þær voru verð-
skuldaðar — aðeins kuldaleg
fyrirlitning, eins og hinir For-
dæmdu væru ekki til. Auðvitað
höfðu þeir stundum gert að
gamni sinu. Ekki var hægt að
ásaka þá fyrir það —• og sumir
atburðirnir höfðu verið einkar
hlægilegir. Ein konan hafði haft
hænu í fórum sínum. Auðvitað
hafði hún ekki mátt halda hæn-
unni. Þeir hefðu átt að taka
hana af henni á eftirlitsstöðinni.
En konan hafði verið svo hlægi-
leg, þar sem hún hélt hágrát-
andi í stélið á hænunni.
Já, vissulega myndi hann fara
lofsamlegum orðum um menn
sína í skýrslunni. Sérstaklega
myndi hann geta um hljóm-
sveitarmennina — þeir höfðu